Eimreiðin - 01.04.1945, Side 143
eimreiðin
RITSJÁ
239
hverjar, ekki upp á marga fiska. En
aðaltilgangrir lians með bréfunum var
sá, að skenunta enskri liástéttarfrú,
sem ekkert vissi eða lítið um hin
fjarlægu lönd, scm sonur liennar sótti
heim. Og það hefur honum vel tek-
izt. Þýðing og útgáfa bókarinnar
virðist mér freniur smekkleg.
NOKKUR TÍMARIT, SEND EIMREIÐINNI.
ALMANAK ÓLAFS G. THORGEIRS-
SONAR fyrir árið 1945 hefur Eim-
reiðinni nýlega borizt. Hafði almanak
þetta komið út í 50 ár um síðastliðin
áramót og ó sér orðið merkilega sögu.
Ritstjóri almanaksins er nú dr. Rich-
ard Beck og ritar hann fyrstu grein-
ina, sem nefnist „Lýðveldishátíðin á
íslandi“, en hann var, eins og menn
muna, viðstddur þessi hótíðahöld hér
í fyrra sem fulltrúi Vestur-íslendinga.
Stefón Einarsson prófessor ritar all-
langa grein um Breiðdæli fyrir vestan
haf, og eru þar raktar ferðir liianna
úr Breiðdalnum vestur og landnám
þeirra í Vesturheimi. Greinir eftir rit-
stjórann, auk upphafsgreinarinnar,
eru Jón Friðfinnsson tónskáld og
Heimsókn forseta íslands lil Banda-
ríkjanna.Kvæði flytur almanakið eftir
Halldór Helgason, til Vestur-íslend-
inga. Kristjón Ólafsson ritar endur-
minningar um nokkra samferðamenn
og G. J. Olesen ritar grein um
Gunnar J. Ólafsson, oddvita Suður-
Cypress sveitar í Manitoba. Þá er
skró iim helztu viðhurði meðal Is-
lendinga í Vesturheimi árið 1944, um
inannalát meðal íslendinga vestra
o. fl.
Almanakið er gefið út í Winnipeg
af Thorgeirsonsfélaginu og hefur á
liðnunt áruin flutt ákaflega mikinn
fróðleik um landnám Islendinga í
Vesturheimi. Það er ómetanlegt heirn-
ildarrit nm þau efni.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTAliFÉLAGS
ÍSLANDS 1945 flytur, eins og áður,
greinir uin gróður og skógrækt hér
á landi, auk venjulegra skýrslna og
reikninga skógræktarfélaganna. Höf-
undar þeir, sem rita í þetta hefti, eru
Hákon Bjarnason skógræktarstjóri,
Guttornrur Pólsson, skógarvörður í
Hallormsstað, Vigfús Guðmundsson,
Björn Þórðarson, Steingrímur Stein-
þórsson, Pálmi Hannesson og Guð-
mundur Marteinsson. í greininni
„Hallormsstaður, fjörutín ára friðun“
lýsir skógarvörðurinn árangri þeiin,
sem nóðst hefur í Hallormsstaðaskógi
síðan friðun hófst þar .árið 1905.
Stærð skógarins er nú 619,5 ha og
hæstu tré hans 10 mtr. Ræktun harr-
viðar, furu-, greni- og lerkitrjáa, hefur
horið allgóðan árangur og sú reynsla
fengin, „er vísar nokkuð örugga leið
að því marki að rækta barrviði í tví-
hýli við björkina.“
Skógræktarstarfinu ntiðar nú jafnt
og þétt áfram, enda ver ríkið árlega
allmiklu fé til skógræktar (árið 1944
kr. 268000,00? Kr. 268.00,00 auðsæ
prentvilla á hls. 68). Það, sem mestu
varðar, er, að einstaklingarnir læri að
meta gildi skógræktarinnar fyrir sjálfa
þá og landið. Þá verður skógræluin
ljúft starf og jafn sjálfsagt hverjum
húanda sem túnræktin. — Vonandi
verður þess ckki langt að bíða, að
allir þegnar lýðveldisins sameinist um
að leggja hver sinn skerf til þess að