Eimreiðin - 01.10.1946, Qupperneq 30
254
REGNBOGINN
EIMREIÐIN
liúfunni sinni, sem dottið liafði af honum, um leið og liann féll.
Telpan tók fastar utan um liönd Egils, og þau liéldu áfram að
lilaupa við fót. Svo námu þau bæði staðar og litu um öxl. Þarna
stóð Þorgils, kreppti hnefana yfir höfði sér og öskraði:
— Bíddu bara við, ófétis limurinn!
Gunna litla þaut á sprettinn, og Egill fylgdi henni eftir. Það
var eins og hennar vilji væri beggja lögmál. Eins og hind og
hjörtur þjóta inn í skóginn, finnandi hlýja og kvikandi hlið við
hlið, eins lientust þau áfram, hönd við liönd.
Loks námu þau staðar í hvamminum utan og ofan við Brekku-
bæinn. Þau slepptu hendi hvort annars og horfðust í augu. Svo
sagði Gunna litla:
— Held-lieldurðu, að hann geri þér nokkuð?
Egill leit upp í loftið, stórevgur og svipþungur. Svo sagði liann,
og það var djúp af fyrirlitningu í röddinni:
— Geri mér nokkuð! Spurðu lieldur, hvort ég muni gera lion-
um nokkuð!
Hxin rétti skyndilega fram hendurnar og studdi þeim á axlirnar
á lionum. Hún liorfði í augu hans, og hann skalf við.
— Þú mátt það ekki, Egill. Þú verður að lofa mér því að
gera það ekki!
Hann hvarflaði augunum, og það brá fyrir hiki í augnaráðinu
og svipnum. Svo hleypti liann brúnum og varð liarður og ákveð-
inn á svip.
— En liann ræðst á mig, — það geturðu reilt þig á, og ég . • -
nú gef ég honum ekki eftir. Augnabliks þögn. Svo bætti hann
við: — Hann hefur alltaf kúgað mig og ráðið öllu, en nú
nú verður það öðruvísi.
Gunna litla á Felli starði þögul á Egil, og eins og ósjálfrátt
dró liún að sér hendurnar, sem hún liafði stutt á axlirnar á
honum. Hún fann það allt í einu, að hún gat ekki lagt hand-
leggina um hálsinn á lionuin og sagt:
— Elsku góði EgiII minn, þú mátt ekki fara að eigg í illu
við liann Þorgils!
Nei, hún gat það ekki. Það var eins og Egill stæði í þeim
rétti, sem ekki einu sinni barnsleg mildi og gæzka mættu hafa
nein áhrif á, — og hún hafði það á tilfinningunni, að liún hefði
átt einhvem þátt í því, að liann hafði öðlazt þennan rétt . .. Hvað