Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 41

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 41
Eimreiðin ÆVINTÝRI PÁLS Á HALLDÓRSSTÖÐUM 265 kom og ég lieimsótti liana, tók hún mér vel, en virtist vilja forðast öll fleðulæti og vildi auðsjáanlega láta mér skiljast, að hún væri orðin fullvaxta, sjálfstæð stúlka. — Ég skýrði frá því, að ég væri kominn til Skotlands í sérstökum erindum til hónda uppi í sveit og myndi dveljast þar þann vetur. Sýndist mer þa hregða fyrir á henni alvörusvip, svo ég bætti við, að liér gætum við skrifast á með léttara móti. Játti hún því með kímnibrosi“. „Veturinn uppi í sveitinni leið um síðir“, segir Páll í minn- ingum sínum. Og er liann kom til borgarinnar, tók liún a moti honum á járnbrautarstöðinni og tjáði lionum, að liún væri buin að fá sér frí frá störfum meðan liann stæði við í borginni, svo þau gætu eytt þeim dögum saman. Hófst þá nýr þáttur kynn- ingar þeirra. Og er þau eitt sinn voru á göngu saman í Princess Street, þar sem blómklukkan telur stundir mannanna, rann upp örlagastund þeirra. Þau uppgötvuðu, að sálir þeirra voru orðnar tengdar órofaböndum og hétu livort öðru ævarandi tryggðum. IV. Við höfum af framanrituðu máli séð, liversu til þess dró, að Éáll á Halldórsstöðum fékk konu af skozku þjóðerni og flutti hana heim á bæ sinn í norðlenzkri sveit. Við höfum séð, að þeir atburðir voru raunar efni í mikla skáldsögu. Þó hefst, þar sem því ævintýri sleppir, hin eiginlega skáldsaga. Við fylgdum þeim á skipsfjöl á leið þeirra í heim norðursins, inn í töfra hinna björtu nátta, með æskuleikina að baki og fram undan ráðgátu ókominna daga. Þetta gerðist árið 1894. Til viðbótar öðrum glæsileik hafði þessari ungu konu verið gefin ein hin fegursta söngrödd, sem á verður kosið. Varð það sneinnia landsfrægt á Islandi. Má telja víst, að liún hefði í því efni náð til mjög liárra marka, ef hún ung liefði hlotið söngnám °g þjálfun raddarinnar. Sjálfur á ég mér eina Ijósa bernskuminn- ingu um frú Lizzie. Níu ára gamall var ég á vist á bæ einum í Mývatnssveit. Morgun einn að sumarlagi svaf ég frammi í stofu á bænum. Vaknaði ég við það, að hurðinni er hrundið upp og inn gengur aðsópsmikil kona, forkunnar fögur, klædd með ólíkum bætti því, sem þá gerðist í íslenzkum sveitum. Hún gekk að orgeli í stofunni og lióf að spila og syngja. Mér var það óljóst i 8vefnrofunum, livort þetta væri raunverulegur atburður eða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.