Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 82

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 82
306 ÖRLÖG MANNSBARNSINS eimreiðin litlu leiksysturinnar, sem eitt sinn sat og lijalaði við þessa vini sína. Hitt er ekki nærri eins víst, að þau sakni kotsins, sem })ar stóð, en er nú löngu fallið í rústir, — að minnsta kosti fer blær- inn syngjandi á harða spretti yfir þær og hlær við. Og blómin eru farin að taka sér bólfestu í þeim, en skeljarnar á varpanum hafa horfið lit í buska eiðingarinnar. — Mannlífið er orðið fjar- lægt þessu nesi, þar sem eitt sinn var lifað tindrandi fagurt sumar, — eitt sumar í nánum tengslum við það, sem ungt er og verður og enga elli á til. Það kann að þykja fyrirtektarsemi að skrifa um munaðar- leysingja, sem lifði eitt sumar í litlu koti á nesi og dó síðan í klóm hins ómilda vetrar. Var það nokkuð meira en að blómin fölnuðu á liaustin? Og var það sumar litlu stúlkunni ekki nóg? Hvernig hefði ævi hennar orðið? Hvernig sem ævi hennar liefði orðið, þá gat hún aldrei orðið fegurri en þetta eina stutta sumar var. En því eru þessar línur ritaðar um gleymt barn, að einu má ekki gleyina: mannfólkinu ber að unna lífinu meir en það gerir. Það er þess sök, að þess eigin blóm visna í liretum fyrsta vetrarins, því ekki er að þeim hlúð. Og á öld, þegar mannkynið gengur lil kornskurðar á sínum eigin akri og feykir ávöxtunum, sem framtíðin átti að bera, í allar áttir, treður þá niður í svaðið eða brennir þá, sjáum við betur en nokkru sinni fyrr, hve fjandsamlegt mannkynið er sínu eigin lífi og framtíð þess. Litla stúlka, ég sá þig einu sinni, og þú varst eins og livert annað ungbarn. Og ég vissi afdrif þín. Trú mín er sú, að þm hafi beðið sælla sumar, já jafnvel sælla en meðal skelja og blóma, með sólblæ á vöngum og bárunið fyrir vögguljóð að kveldi eftir annríkan dag.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.