Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 83

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 83
eimreiðin Leiklisiin, *Fimmtugasta leikár Leikfélags Reykjavíkur. Jónsmessudraumur á fátækraheimilinu. / Leikfélag Hafjtarfjarðar: Húrra, krakki! Á þessu leikári eru 50 ár liðin síðan Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. Ég hygg, að það sé fá- títt, ef ekki einstakt, að leikfélag hfi svo langan aldur. Þar sem félög áhugamanna hafa starfað leiklist, hafa þau jafnan orðið skammlíf. Stundum hafa leikhús risið upp á grundvelli slíkra fé- |aga. Þjóðleikhúsin í Osló og Dubl- ln eru þannig úr grasi vaxin, að- ems var vaxtartími þessara ágætu teikhúsa skemmri en Þjóðleikhúss- his hér — því Þjóðleikhúsið er ekki fyrst og fremst steinbygg- ingin við Hverfisgötu, heldur lif- andi hold og blóð þeirra leikara, sem flytja inn í húsið. Þeirra saga er nú orðin 50 ára gömul — heill þeim með bústaðaskiptin. Fyrsta verkefnið á þessu merkis- aii 1 sögu Leikfélagsins var end- nrtekinn leikur frá fyrra leikári. Um þann leik hefur áður verið J'ætt, en ástæða er til að geta Pess, að ung leikkona, Herdis Þor- ^aldsdóttir, lék að þessu sinni að- alhlutverkið, Tondeleyo, blökku stúlkuna, í stað Ingu Þórðardótt- ur, sem fór utan til leiknáms á- samt manni sínum, Alfred Andrés- syni leikara. Herdís var engu síðri í hlutverkinu — gleðilegur vottur um fjölhæfni leikkonunar, sem ég hafði ástæðu til að minnast á í fyrra hefti Eimreiðarinnar í sambandi við leik hennar í aðal- hlutverki sjónleiksins „Pósturinn kemur —“, en þann leik sýndi Leikfélag Hafnarfjarðar í fyrra- vor. Fyrsta nýja verkefni Leikfélags Reykjavíkur var „Jónsmessu- draumur á fátækraheimilinu", eft- ir sænska skáldið Pár Lagerkvist. Nafnið gefur til kynna, að þetta er í aðra röndina ævintýr, í hina köld raunvera. Risið í sjónleiknum er langt fyrir ofan þrjá stofu- veggi leiksviðsins, það er himinn, heiður, blár, sem hvelfist yfir kræklótta kalviði mannlífsins. Nepju eða beizkju kennir ekki í leiknum, heldur hlýs vorhugar, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.