Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 88

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 88
312 RITSJÁ DIMREIf'IN minnsta Icosti alltaf kynlegt fágæti að sjá þessa fornu ljóðagrein koma aftur fram og þá dirfsku og fast- lieldni í senn, að bera slíkt á borð fyrir fólk, sem les eldbúsreyfara og ldustar á jass („Kattemusik“, eins og Danskurinn sniðuglega kallar liann). En bvað, sein þessu líður, er enn til fólk í landinu, sem gaman befur af að líta í rímur og lieyra þær kveðnar. Ég hef allt frá bernsku baft álmga á rímum, þótt vitaskuld neiti ég ekki veilum þeirra og göll- um, og fleirum mun svo fara, sem þekkja tengsl þeirra við aðrar Ijóð- greinir og þann jarðveg, cr þær uxu úr. Auk þess, bygg ég, að bragform rímnanna geti verið lífvænlegt, ef vel er á lialdið. Það sýna stökurnar, sem enn eru kveðnar. I. Gömlu lögin, nokkrir rímnaflokkar eftir Sveinbjörn Benteinsson. Rvík 1945. (Leiftur h.fj. Það er nýstárlegt, að barnungur maður, eins og Sveinbjörn er, tekur sér fyrir hendur að yrkja rímur. Er þetta 6 arka bók með tveimur ein- stökum rímum og þremur rímna- flokkum (með 3, 7, 8 og 3 rímur í bverjum). Er efnið að mestu tekið úr íslendingasöguin. Rímurnar eru yfir- leitt lipurlega og laglega ortar, en varla nokkurs staðar svo, að snilldar- bragð sé að. Auk þess liafa þær liér og þar bin gömlu — og raunar hefð- bundnu — búningslýti, sem fvlgt hafa þessari fornu, tignu, en ofþjálfuðu og þrautpíndu ljóðagrein. Kenningar eru ekki ávallt sem beztar (t. d. falda- reim, lds. 18, þótt að öllum jafnaði séu þær sæmilegar, bragfyllingar og böggluð orðaröð, en minna er þó af þessu tagi en í mörgum öðrum rímum. Og þegar skoðuð er bernska skáldsins, má segja, að vel sé hleypt úr hlaði. Sumir mansöngvarnir eru sérstak- lega snotrir, og finnast þar nokkur tilraun til skáldskapar, t. d. man- söngurinn fyrir 2. rímu (og að sumu leyti fyrir 1.) og 5. í Vigraríinuin og fyrir 3. rímu í Þórgunnurímum. Höf- undur er ágætur rímari. Þetta liefur freistað hans til að yrkja 2. rímuna í Arnkelsrímum undir mjög dýrri bringhendu (þráhendri). Þetta liefur orðið honum ofurefli. Þannig stappar mansöngur rímunnar nærri því að verða lítt skiljanlegur leirburður. Grunar mig, að liann taki Sigurð Bjarnason, þann er orti Hjálmars- kviðu, of mjög til fyrirmyndar. Þótt Hjálmarskviða þætti góð á sínum tíma, er kveðskapur hennar mjög gallaður að liætti fyrri rímna. Ein vísa (bls. 94) líkist ískyggilega mikið vísu úr Hjálmarskviðu: Rimmu drýgir drengur Icnár. Dimman gný það magnar. Grimmir lýjast fleins við fár fimm og tíu bragnar. Vísan í Iljálmarskviðu er svona: Rimmugýgju greiddi úr hlekk, grimmar frí við sorgir, dimman gný við fleina fékk fimm og tíu borgir.1) Vísa Sveinbjarnar er miklu betur kveðin. í vísu Sigurðar vantar frum- lag með öllu, og fyrsta braglínan er inesta Idúður. Hinn ungi höfundur ætti ekki ;>ð seilast til óvanalegra liátta, sem sjaldan eða aldrei eru notaðir í rim- um, eins og hann stundum gcrir, J) Vísan er slcrifuð eftir minni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.