Eimreiðin - 01.04.1948, Page 13
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
93
meS eða hugsa nema hver um sig eftir því sem honum dettur
í hug“, bætir Jón við í bréfinu.
Þó aS þessi orð væru rituó út af bollaleggingum, sem uppi
voru á íslandi í skólamálum vorið 184-8, þá eru þau jafn-
framt almenn gagnrýni á veilu, sem Jón Sigurðsson þekkt.i
svo vel í fari landa sinna. Og þrátt fyrir glettnina í orðum
bréfritarans leynir sér ekki, að alvara býr að baki áfellis-
dóminum. Jón Sigurðsson hafði langa reynslu af þvi hvernig
sergæðishátturinn og sundurlyndið gátu tafið undirbúning-
mn að sameiginlegu áta/ci og hversu hjárænuskapunnn varð
þjóðinni tíðum fjötur um fót á framfarabrautinni.
Það var árið 1848 sem fébrúarbyltingin í Frakklandi bar
flóðöldur frelsis og djarfra drauma út yfir flest lönd Evrópu,
svo að jafnvel gætti úti á íslandi. Hvemig var þá ástatt fyrir
'íslenzku þjóðinni? Svo að segja öll stjórn málefna vorra var
þá í höndum erlendra aðila. Reykjavík var þá hálfdanskur
bær, og allar embættisgerðir fóru mestmegnis fram á dönsku.
Meira að segja gerðabók bæjarfulltrúanna í Reykjavik var
ntuð á því máli. Og það var ekki fyrr en átta árum síðar,
eða 1856, sem neitun Jóns bæjarfulltrúa Þórðarsonar í Há-
koti um að taka þátt í umræðum bæjarstjórnar í barTiaskóla-
malinu, af þvi öll málskjöl séu á dönsku og hann skilji ekki
Mð mál, verður til þess að bæjarfulltrúarnir skora á bæjar-
fógeta að senda eftirleiðis til fulltmanna öll málefni á is-
lenzhu. En sá siður komst svo á eftir þessa áskorun. Stjórn-
nial v°r og fjármál voru þá að heita mátti í höndum Dana,
nlþingi endurreist fyrir aðeins þrem árum og æðsta dóms-
Vajdið úti í Kaupmannahöfn. Sjálf ibúatala landsins var
nalega þrefalt minni en nú er hún, tæknileg kunnátta langt
a eftir því, sem hún var þá með öðrum menningarþjóðum,
andið rúið svo að segja öllum verðmætum, sögulegar minjar,
andritin, kirkjugripirnir að mestu flutt úr landi og komið
Vrir á söfnum erlendis. Stjórnfarslegt sjálfstæði þjóðar-
%nnar var aðeins f jarlægur draumur.
I dag er þessi draumur orðinn að veruleika. Fullt sjálf-
sjæði er fengið i öllum vorum málum. Að sjálfsögðu eru
Vmsar hættur á veginum, sem ógna þessu sjálfstæði voru.