Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 15

Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 15
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 95 sama þó aö engin þjóð óski styrjaldar, heldur óttist hana allar. Afleiðingin af ótakmarkaðri stjórnmalalegri styrjöld milli stórveldanna er vopnaviðskipti. Þessi stjórnmálalega styrjöld geisar hvarvetna, á þingi Sameinuðu þjóðanna og i ráðum og nefndum þeirrar stofnunar, milli hernámsveld- anna í Berlín, í Asíu og víðar. I höfuðborg Þýzkalands er háð hörð barátta um það, hvort einu stórveldi á að takast að ná þar yfirhöndinni. Ef það tekst, hefur sama stórveldi í hendi sér allar meginsamgönguæðar Vestur-Evrópu. I Palestínu logar sd eldur, sem í einu vetfangi getur orðið að báli. Gyðingar og Arabar deila þar um völdin í landinu, og eru báðir aðilar voldugir og eiga volduga stuðningsmenn að. Arabaríkin í Asíu og Afriku styðja arabana í Palestínu með ráðum og dáð, og hafa sum þegar veitt þeim hernaðarlega aðstoð. Gyðingar í Palestínu njóta hinsvegar styrlcs trú- bræðra sinna, sem dreifðir eru um flest lónd. Meðal þeirra eru margir áhrifamenn, — og margar sögur fara af hinu alþjóðlega gyðingaauðvaldi, sem ráði miklu um rás heivis- atburðanna. Eftir að Bretar hafa látið af stjóm Palestinu eru litlar líkur til, að þar verði komið á friði, nema með rót- tækum aðgerðum Sameinuðu þjóðanna. En samkomulagið innan þeirrar stofnunar bendir ekki til þess, að þaðan^ sé björgunar að vænta í þessu vandamáli. í Grikklandi geisar enn borgarastyrjöld, sem ekki er enn séð fyrir um hvemig tykta muni. í Kína hefur borgarastyrjöld staðið í mörg ár °g stendur enn. Þannig má halda áfram að telja upp alvar- leg deiluefni og jafnvel vopnaviðslcipti víðsvegar um heim. Meðan svo er, reyna allar þjóðir að vera viðbúnar því versta, bó að sjálfsagt sé að vona, að úr rætist. Sem stendur bendh ekkert til að átökunum linni. En á meðan svo er, hvílir óttinn við nýja heimsstyrjöld eins og mara á öllum þjóðum heims.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.