Eimreiðin - 01.04.1948, Qupperneq 25
eimreiðin
Hvað líður þjóðræðinu?
Eftir Halldór Jónasson.
Feiknin öll hafa verið rituð um liugtakið demókratí síðustu
árin vegna þess, að þar liafa komið upp liin ólíkustu sjónarmið,
sem áður hafði ekki orðið vart við. Eiginlega merkir orðið
demókratí nú almennt ekki annað en það stjórnarfarsástand,
6em menn óska sér, og er þá sýnilegt, að óskirnar hljóta að fara
niest eftir eðli og afstöðu óskendanna og þar af leiðandi verða
ærið ólíkar. Aðalkjörorð demókratanna hefur liingað til verið
frelsið: — frelsi frá undirokun og athafnafrelsi til orða og verka.
Er þar einkum tekið sjónarmið einingjans,1) og nefnt hið vest-
ræna demókratí
Austræna sjónarmiðið svonefnda er aftur aðallega bundið við
óskina um öryggi. Og eftir kenningunni er það örvggi þjóðar-
heildarinnar, vegna þess að þar með tryggist bæði réttaröryggi
°g hagsmunaöryggi einingjanna.
Vestræna stefnan bendir á, að það öryggi, sem er kevpt með
fndirokun undir vélrænt skipulag, sé falskt og fái ekki staðist
lengi. Austræna stefnan bendir liin6vegar á, að vestræna frelsið
®é engu síður falskt, því að það sé raunverulega ekki annað en
frelsi til að spila og braska með kjósendafylgi eða færi til að ná
PólitÍ6kri valdaafstöðu. — Þetta er alveg rétt, að því er snertir
«franska demókratíiðu, sem hér á landi er framkvæmt undir
nafninu lýSrœSi.
Lýðræðið er bæði samkvæmt eðli sínu og reynslunni ekkert
annað en tafl um völd og yfirráð og þar af leiðandi svo ódemó-
Lratísk stefna, sem orðið getur. Brezka demókratíið eða þjóð-
fæðið er aftur annars og betra eðlis, enda þótt blandað sé um
of frönsku lýðræði.
Aðfinnsla vestrænu stefnunnar á hinni austrSenu er og engu
síður réttmæt. Svo að enda þótt það sé rétt, að vestræna demó-
Orðið einingi er notað i stað orðsins einstaklingur, sem er stirðara í
**hum 6amsetningum og samböndum.