Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Side 30

Eimreiðin - 01.04.1948, Side 30
eimreiðin Steinn K. Steindórs. Við hlóðirnar. Við hlóöirnar situr móðir mín, meðan á katlinum sýöur — og húmið um hauöur líöur. Þá hugsar svo margur um lífskjör sín. Og því horfir móöir mín í eldinn, minninganna glœöur, á kveldin. Frá lilóöunum leggur ramman reyk. — Hún raular, svo tregaþung kvœði og hugsar um heimsins gœöi, en hamingju-dísin er svikul í leik. — Þannig situr móöir mín við eldinn. — Margt er svo undarlegt á kveldin. Úr glóöunum vill hún seiöa svar, er svali hugraun og kvíða. Þungt er viö þrautir aö stríða, meö þrekiö brostiö, sem áöur var. — Og því situr móöir mín á kveldin og mœnir í fölskvaðan eldinn. Steinn K. Steindórs.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.