Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Side 47

Eimreiðin - 01.04.1948, Side 47
127 EIMREIÐIN KVIKMYNDALISTIN FYRR OG SÍÐAR list. Upprunalega átti orðið kvikmynd fyrst og fremst við hreyf- ingu hins myndaða í rúminu, þó að sjálf myndavélin færðist ekki úr stað. Nú orðið á nafnið kvikmynd öllu fremur við hreyfingu niyndavélarinnar, bæði í tíma og rúmi, og þann mikla áranrur, sem náðst hefur með henni í báðum þes6um víðáttum. En sá árangur er nú kominn langt fram úr því, sem brautrvðjendurnir 1 kvikmyndalistinni gátu látið sig dreyma um. Samfara þessari þróun varð síaukin kunnátta í töfrabrögðum nieð ýmiskonar tæknilegum ráðum. Brautryðjandi í þessum töfra- hrögðum kvikmyndanna var franskur maður, George Melies að nafni. Hann sá fljótt, að hægt mundi að nota kvikmyndavélina til þess að framleiða allskonar tálmyndir í stað þess að kvikmvnda raunveruleikann. Förin til tunglsins, sem var kvikmynduð árið 1902, er sígilt dæmi um þessa tegund kvikmynda. Blekkingaað- ferðir Melies voru í fyrstu ekki metnar annað eða meira en þær v°ru, sem sé tilraun til að draga áhorfendurna á tálar. En brátt sau kvikmyndaframleiðendur þá miklu kosti, sem þessar aðferðir gatu haft til að auka á dramatisk áhrif kvikmynda og gera þær fullkomnari. Eftir því sem myndatökumenn fengu betri myndavélar, urðu Þeir öruggari og djarfari í tilraunum sínum. Tvöfaldar stillingar v°ru nú ekki lengur látnar nægja, heldur þrjár og jafnvel fjórar. Eitt kvikmyndafélagið lét kvikmynda einn leikarann í fimm hlutverkum samtímis! Allskonar kvikmyndabrellur voru notaðar við upptökuna, eink- Um 1 skopmyndum og sýningum, þar sem gerðust lífsliættulegir atburðir og slys. Æðandi járnbrautarlestir koma t. d. þjótandi og nálgast óðfluga kvenhetjuna, sem liggur bundin við járnbrautar- , lemana framundan. Karlhetjan ryður sér braut fram eftir lest- inrn, fram á fremstu rim eimvagnsins og nær að grípa kvenhetjuna áður en hjólin koma æðandi yfir hana. Til þess að gera þetta Sem eðlilegast og áhrifaríkast, varð að kvikmynda atburðinn hfugt og með hægum hraða. Eitthvert bezta sýnishorn þessara hrollvekjandi kvikmynda var kvikmyndin King Kong, 6em gerð var árið 1933. Bardagarnir í þeirri mynd, milli forsögulegra risavaxinna dýra, voru gerðir að fyrirsögn sérfræðinga í forsögu mannkynsins. Utlit dýranna var 1 uákvaemu samræmi við það, sem vitað er réttast um þau, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.