Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 55

Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 55
eimreiðin DANSLEIKUR OG ÁST 135 og vöðvarnir drógust saman í harða hnykla, meðan hann beið þess, að sá ljóshærði dansaði fram hjá með Sólrúnu í fanginn. En hvorugt þeirra var sjáanlegt. Nokkur stund leið enn, og liann tók að gerast óþolinmóður. Nú var ekki lengur um að villast, —- þau voru ekki í salnum. Hann fölnaði, vöðvarnir urðu slappir, og það var eins og aflið fjaraði út við það, sem honum kom í hug. Auðvitað höfðu þau farið út og leitað uppi einlivern birkilundinn, og svo liefði hitt komið eins og af sjálfu sér. Kitlandi magnleysis- kennd fór um hann allan, þar sem hann stóð og starði á dansinn fitórum augum. Pétur var kominn úr jakkanum og spilaði sem óður væri. En ferfættu samlokumar snerust áfram hraðar og hraðar, eftir voldugu kalli tónanna. „Farðu frá, manni“, öskraði rauðbirkinn risi um leið og hann hratt Einari út inn dyrnar. Hann reikaði út eins og í leiðslu. í*að skipti engu máli, hvert fætumir háru hann, aðeins að hann kæmist sem lengst frá húsi gleðinnar, eitthvað út í bláinn. Smátt og smátt varð kliðurinn að baki hans daufari, og brátt var hann umvafinn kyrrð haustnæturinnar. Tunglið var á lofti og hraðaði för sinni til vesturs. Ekkert liljóð raskaði lengur dásvefni næturinnar, nema þytur golunnar í fölnuðu grasinu og fótatak örvona manns. — Eftir öokkra stund barst daufur niður að eymm hans, og litlu seinna Var hann kominn að ánni. Jæja, hann var þá á heimleið. Það var ondarleg tilviljun, fannst honum. Hann gekk út á brúna, nam staðar við handriðið og starði ofan í ólgandi strauminn. Niðurinn var þungur og seiðandi, ljúfur og lokkandi. Hvað var þetta? Hver var að tala ? Hann sneri sér við. Nei, þetta hlaut að vera misheyrn. Hér var hann aleinn. Sko, þarna heyrðist það aftur. Nú fannst honum hljóðið koma neðan frá. Hann hlustaði titrandi af geðs- hræringu. „Komdu, komdu“, hvíslaði áin, lágt og ísmeygilega. Hann teygði sig lengra út fyrir handriðið. Beint fyrir neðan var ^júpur hylur. „Komdu — komdu. Faðmurinn minn er svalur, en hann svíkur eögan“, hvíslaði áin aftur og steypti sér ofan fossinn nokkrum föðnium neðar. Maðurinn á brúnni háði þögula baráttu — bar- attu um líf eða dauða, og við fætur hans var botnlaus hylur. „Hertu nú upp hugann og sýndu að þú sért ekki ræfill. Ég
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.