Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Side 57

Eimreiðin - 01.04.1948, Side 57
kimreiðin DANSLEIKUR OG ÁST 137 gleði, þegar hurðin lokaðist á eftir lionum. — Ef til vill beið hamingjan á næstu grösum. Einar lauk upp hurðinni að herbergi Sólrúnar og gekk inu. Skyntlilega nam hann staðar á miðju gólfi, og hjarta hans tók að slá örar. Máninn varpaði daufum bjarma á sofandi veru í rúminu. Gat það verið? Jú, það var ekki um að villast; þetta var Sólrún. Hár hennar féll niður með vöngunum, sveipað gullnum töfrablæ. Hvítur barmur hennar hófst og hneig reglulega. Hún var yndisleg, og hann starði á hana, hugfanginn og undrandi. Hvernig mundi henni verða við, ef hún vaknaði? Hann steig eitt skref áfram til þess að leggja veskið á borðið. 1 sama bili lauk hún upp augunum og sagði lágt: „Einar“. „Já, Sólrún. Ég er hér með veskið þitt“. „Ó, þakka þér fyrir. Komdu, vinur, og seztu hérna hjá mér“. Hann gerði sem hún bað. „Ég hélt að þú værir farinn heim. Hvar varstu?“ „Ég var inni í kaffistofunni. En ég hélt að — að þú og ljós- hærði ...“. „Ó, það var liann Guðmundur mágur minn, sem ég sagði þér frá í sumar. Þú hefur þó ekki haldið, að ...“. „Jú“, greip hann fram í fyrir henni. Þungu fargi var létt af honum. „Ég verð að játa, að ég var blindaður af afbrýðisemi °g hagaði mér eins og barn“. „En nú erum við þó engin börn lengur“, sagði hún og þreifaði eHir hönd hans. Þau horfðust í augu, blítt og innilega. „Sólrún! Hvað segirðu um að koma með mér í ferðalag, langt ferðalag, yfir fjöll og firnindi mannlífsins. Gætir þú hugsað þér það?“ „Já, Einar. Ég kem með þér, og ég hlakka til að klífa með þér fjöllin“, svaraði hún um leið og liún vafði liandleggjunum um háls hans og dró hann til sín í lilýtt rúmið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.