Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 58

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 58
EIMREIÐIN Nokkrar minnisgreinir úr utanför 1948. Auk þeirra meginerinda, sem ég liafði með liöndum fyrir Ríkisútvarpið í utanför miimi í marz og aprílmánuði síðastliðn- um, gerði ég mér far um, eins og ég ávallt geri í slíkum ferðum, að komast í snertingu við spíritisk efni. Það vildi svo til, að ég var staddur í London uin þær mundir, sem spíritistar þar minnt- ust 100 ára afmælis hreyfingarinnar. Ég liafði með bréfi til Mr. Rossiter, aðalritara Marylebone Spiritualist Association, tryggt mér þátttöku í þessum fagnaði samherjanna í mesta spíritista- landi jarðarinnar, og ég vænti mér mikils. Rossiter tók mér alúð- lega og liafði tryggt mér gott sæti á höfuðsamkomunni í Royal Albert Hall 31. marz. Enn fremur gafst mér kostur á að sitja afmælishóf lielztu leiðtoganna 2. apríl í Holborn Restaurant við Kingsway. 1 öðru lagi gafst mér kostur á að heimsækja Mrs. Parish, meðan ég dvaldist í London. í þriðja lagi var ég gestur Einers Nielsen í Kaupmannahöfn á tveimur líkamningafundum, 8. og 11. apríl, og á fundi fyrir beinar raddir 14. apríl. Ég ætla að byrja á því að rekja það lielzta, sem ég man glögg' lega frá fundum Nielsens. Allmargir Islendingar liafa átt kost á því að vera á fundi hjá honum og vita helztu atriði um það, livernig líkamningafundunum er hagað. Fundirnir eru lialdiur við daufa, rauða birtu og hefjast með bæn og sálmasöng. Miðill' inn situr í stól, inni í byrgi, á bak við létt tjöld úr svörtu efm- Miðillinn fellur í trans, meðan á sálmasöngnum stendur, síðan stendur hann upp, og stjórnandinn Mica talar af vörum hans til fundargesta. Ræður stjórnandans eru ávallt spaklegar og hjart- næmar og verða hverjum manni minnisstæðar. Mjög oft koma og aðrar verur, sem tala af vörum miðilsins til fuudargesta. Áður

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.