Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 62

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 62
142 NOKKRAR MINNISGREINIR KIMP.EIÐIN ávarpi mínu með orðunum: „Komdu blessaður“ með mjög hrein- um íslenzkum framburði. Að þessum fundi loknum var miðillinn baðaður í svita og ekki minna þreyttur en eftir líkamningafundinn, enda mun mega telja, að bér séu á ferð eins konar líkamningar. Þessu næst vildi ég með fáum orðum segja frá lieimsókn minm lijá Mrs. Peggy Parish í London. Ég bafði liugsað mér að nota tímann til þess að lieimsækja þau bæði, Mrs. Parish og Harry Edwards, og ritaði þeim bréf samstundis og ég kom til London. En svo vildi til, að þau gáfu mér kost á heimsókn bæði sania daginn, og kaus ég þá fremur að heimsækja Mrs. Parisb. Hún sýndi mér þá miklu vinsemd að sækja mig á hótelið í einkabif- reið sinni og kom þangað kl. hálf þrjú síðari hluta dags, ásamt einkaritara sínum. Heimili Mrs. Parish, The Sanctuary við Christcliurch Road, East Slieen í London, er á tiltölulega mjög afviknum og kyrrlátum stað utarlega í borginni, fyrir sunnan Thames. Eins og kunnugt er, byggði maður hennar þetta hús og stundaði þar lengi andlegar lækningar, enda er húsið gert með sérstökum hætti til þeirra nota. 1 húsinu eru tvær kapellur — lækningakapella, þar sem allmargir gestir komast fyrir samtímis, og einkakapella, þar seni frú Parish ástundar sitt eigið bænaliald, og koma þangað fáir aðrir. Ég átti ekki kost á að vera á lækningafundi, en ég átti kost á löngu viðtali við frú Parish og einkaritara liennar. Þegar Mr. Parish andaðist, skildi liann ekkju sinni ekki eftir neinar eignir, nema þetta hús, og liún kvaðst við andlát hans hafa staðið á mjög vafasömum vegamótum. Sjálf er hún miðill og stendur í sambandi við mann sinn og aðrar háar verur, og eftir þeirra áeggjan ákvað liún að lialda stofnuninni starfandi áfrain og treysta á fórnfýsi meðbræðra sinna. Eins og kunnugt er, stendur hún í bréfaskriftum við ótrúlegan fjölda sjúkra manna í niörguni löndum lieims. Hún æskir aldrei neinnar greiðslu fyrir hjálp sína, en ýmsir menn láta ótilkvaddir eitthvað af he'ndi rakna til stofnunarinnar. Sjálfboðaliðar bjóða sig fram til aðstoðar 'ið hinar miklu bréfaskriftir. Hún tjáði mér, að sér brygðist aldrei hjálp og lausn á hvers konar vanda, enda trevsti hún öruggleg3

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.