Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 64

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 64
144 NOKKRAR MINNISGREINIR EIMREIÐIN vegar var enginn kór, og söng hver meS sínu nefi. Mér virtist mjög lítill hátíðablær yfir allri samkomunni, og allir, sem ég talaði við á eftir, kváðust hafa orðið fyrir vonbrigðum. Föstudaginn 2. apríl efndu fyrrnefnd sambönd til sameiginlegs miðdegisverðar í Holbom Restaurant. Samkvæmt núgildandi sparnaðarreglum Breta mega ekki fleiri en hundrað manns taka þátt í slíkum samkvæmum. Þarna voru saman komnir belztu leiðtogar og ýmsir miðlar, bar á meðal liinar fyrrnefndu konur, sem komu fram í Albert Hall. Að lokinni máltíð fóru fram mikil ræðuhöld. Ekki böfðu þau verið fyrir fram ákveðin, heldur kvaddi samkvæmisstjóri samkomugesti til máls. Ég lield, að þama bafi verið staddir aðeins tveir útlendingar, sem tóku til máls. Annar var ég, liinn var rússneskur maður. Þegar ég, að lokinni þessari samkomu, leitaðist við að gera upp við sjálfan mig ábrifin frá henni og meginniðurstöður, þá urðu þær eitthvað á þessa leið: Ábugi samkvæmisgestanna og ást á spíritiskum málefnum var bvort tveggja ótvírætt. En undir* tónninn í flestum ræðum var einn og liinn sami: söknuður yfir því, að Bretar nú befðu eigi á að skipa þvílíkum afburðaleið- togum sem áður fyrri — og eigi lieldur þvílíkum afburðamiðlum. Spíritisminn í Bretlandi hefur, eins og í Danmörku, færzt inn a svið kirkjulegrar starfsemi, þar sem miðlarnir eru notaðir í stað presta. Ég hygg, að þar sem svo báttar til, verði um of slakað á kröfunum um vísindalegar ramisóknir á vettvangi spíritismans, strangt og kerfisbundið uppeldi nýrra miðla og óbrigðult sam* starf við sjálfa stjórnendur miðlanna, en það tel ég vera höfuð- atriði, sem aldrei megi missa sjónar á. Ég tel mig að vísu ekki nógu fróðan til þess að geta lagt dóm á aðstöðu spíritismans eins og hún er í dag, né heldur til þesa að gera samanburð. En ég óttast það, að hreyfingin nærist nu mest á gömlum erfðum og skreyti sig fjöðrum rismikilla, en fall* inna leiðtoga. Þörfin og þráin eftir útsýn og andlegu bjálpræði fer sífellt vaxandi, eftir því sem öryggið í samstarfi manna og þjóða virðist fara minnkandi. Þessi aukna þrá getur leitt til bess meðal annars, að slakað verði á kröfunum um trygga, vísindalega undirstöðu og sannreyndir. Drukknandi menn grípa eftir h\ erju liálmstrái. Ég átti því miður ekki kost á að taka þátt í hátíðaböldunum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.