Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 72

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 72
eimreiðin i þorpinu. Alltaf skín mér birta af þessum bæ, því beztu þorparar á vorri jörð búa hér við þenna bláa fjörð með brúnahvassar eyjar fram í sæ. 1 góðviðrinu glitrar allt og hlær, og græðir kveður undurþýðri raust, þvi þetta er hið hugljúfasta haust, sem hefur lifað þessi ungi bær! 1 ljúfu veðri létt mér er um spor. Ég labba út að bæta mína sál og glaður teiga líf af loftsins skál og læt mig dreyrtia, að ennþá ríki vor. En hópur ungra kvenna mætir mér, sem mildar jóðla tyggigúmmí sitt; þá er sem vakni af svefni minni mitt, og myndir gamalkærar hugur sér; Lítill drengur rak, er settist sól, sínar mjólkurær á kvíaból, jórturprúðar röltu þær í ró, en roði kvöldsins fjöllin skarti bjó. Jón Jónsson, Skagfirðingur. ÍSLAND. ísland, góða ættarslóð, enn skal hróður sunginn. Heyrðu, móðir, heitan óð, hjartans glóðum slunginn. Þar sem valur þreytir flug, þróttinn skal ég finna. Öldnum smala er i hug yndi dala þinna. Legg ég vanga að laufgum svörð, ljúft þar angar haginn, ástir fanginn játar jörð júnílangan daginn. Frjálst er sungið fjær og nær fjalls um bungu og skörðin. Lífi ungu fylling fær frjóvi þrungin jörðin.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.