Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 73

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 73
eimreiðin ÍSLAND 153 * Blómin flétta, björt og nett, blæjur, þéttar geirum. Fákar léttir fara sprett fram á sléttum eyrum. Heyra í blænum hörpur má himinrænar gjalla. Hjarðir vænar fæðu fá fram um græna hjalla. Lindin prúða leikur teit ljóð um skrúðið grundar, ofan flúðir, út um sveit, áin snúðugt skundar. í straumi þreyta laxar leik, lægis neita í kerum. Út við Ieiti eimir reyk upp af heitum hverum. Frjálsra lýða fara í hönd fegri tíða sögur. Brosir þýð á bæði lönd byggðin við og fögur. Gyllir sólin bjarkablöð, brum og fjóluhnappa. Á bæjarhólum börnin glöð í bláum kjólum vappa. Hljóðnar áin, lárétt land lækkar ávallt hljóðin, unz við gráan ægisand enda náir ljóðin. Engan svíkur yzta byggð. Allir líka sanna, eru ríkri auðnu tryggð óðöl víkinganna. Kappar frægir knýja gnoð, kveðja bæ og strendur, herði blæinn, hækka voð, herja á Ægis lendur. Yddir falda um úthöf breið, unni kaldinn skautar. Aðrir halda heim á leið, hvað sem aldan tautar. Áin þýtur, ólgar hver — afl, sem þrýtur varla. Framtíð lýtur fögur þér, foldin hvítra mjalla. Jón Jónsson, Skagfirðingur. Til lesendanna. Vegna þeirra mörgu lesenda, sem hafa látið í ljós ósk um að fá í þýð- **>gu framhald á bókum dr. Alexanders Cannons, en tvær bóka hans hafa áður birzt hér í Eimr., skal þess getið, að í næsta hefti mun að °llu forfallalausu verða hægt að hefja birtingu á nýjustu bók hans, sem nú er verið að gefa út í Englandi. Eimr. hefur tryggt sér þýðingarrétt- mn — 0g mun framhald bókarinnar koma í næstu heftum, unz henni er •okið. Myndir þær, sem fylgja texta frumútgáfunnar, munu einnig fylgja býðingunni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.