Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 74

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 74
EIMREIÐIN Sýn. Saga eftir Rabindranath Taqore. V. Eftir þetta komst ég að því hvað eftir annað, að maðurinn minn vanrækti skyldustörf sín oftlega, neitaði að fara í sjúkra- vitjanir, ef langt þurfti að sækja, og afgreiddi þá sjúklinga sína í flýti, sem örstutt var að vitja. Áður gaf hann sér aldrei tíma til að líta inn til mín nema í miðdegisverðarliléinu og á kvöldin. En nú birtist umhyggja hans fyrir frænku sinni á svo óhóflegan liátt, að hann tók að venja komur sínar inn til henn- ar á hvaða tíma dagsins sem var. Það brást ekki, að þegar frænk- an kallaði á Hemangini og skip- aði henni að koma með vatn í glasi, þá var það merki um, að Abinash væri kominn. Stúlkan lilýddi þessum köllum í fyrstu, en seinna neitaöi hún alveg að anza, þegar kallað var á liana. Stundum gerði frænkan sig þá blíða í máli og kallaði í lokk- andi gæluróm: „Hemó! Hemó! Hemangini!“ En þá var stúlkan vön að hjúfra sig upp að mér, virtist bæði hrædd og döpur í (Niðurl.). bragði — og hana setti hljóða. Hún virtist leita vemdar hjá mér, eins og liún væri ofsótt og ætti von á einliverjum óvini. Um þetta leyti kom bróðir minn frá Calcutta til þess að heimsækja okkur. Ég vissi hvað hann var skarpskyggn og strang- ur dómari. Og ég óttaðist, að hann mundi taka manninn minn til bæna og veita lionum ráðningu. Ég reyndi því að leyna bróður minn liinu sanna og gerði mér upp glaðværð. En ég er hrædd um, að mér hafi ekki tekizt sá leikur sem skyldi, og að uppgerð mín liafi orðið næsta óeðlileg í augum hans. Abinash gerðist brátt óróleg- ur og átti erfitt með að leyna því, spurði oft hvort bróðir minn hyggðist hafa langa við- dvöl og varð loks svo fúll í skapi, að nálgaðist hreint og beint óskammfeilni, svo bróöir minn sá sér ekki annað fært en að kveðja. Áður en hann fór, lagði hann liönd sína á höfuð mér og lét hana hvíla þar stund- arkorn. Ég fann, að liönd hans

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.