Eimreiðin - 01.04.1948, Page 78
158
EIMREIÐIN
SÝN
aftur, var komið kvöld, fugl-
amir þagnaðir fyrir utan glugg-
ana og maðurinn minn farinn.
Ég lá klukkutímunum saman
á knjánum frammi fyrir altar-
inu í heimiliskapellunni. Um
nóttina skall á ofsaveður, með
þmmum og eldingum. Regnið
steyptist úr loftinu, og Inisið
skalf í storminmn. Ég bað ekki
guð um að bjarga manninum
mínum frá því að farast í storm-
inum, og þó vissi ég, að hann
hlaut að vera í lífshættu þessa
nótt á ferð sinni eftir fljótinu.
En ég bað heitt og innilega, að
hvað sem kynni að henda mig
sjálfa, þá mætti guði þóknast
að forða honum frá að fremja
þann hræðilega glæp, sem hann
hefði í huga.
Og nóttin leið. Daginn eftir
sat ég um kyrrt á sama stað.
En um kvöldið var barið á
dymar og hurðin hrist og skek-
in. Þegar loks tókst að brjóta
hana upp, lá ég meðvitundar-
laus á gólfinu og var borin
þannig inn í svefnherbergi
mitt.
Þegar ég kom til sjálfrar mín,
heyrði ég, að einhver hvíslaði
„systir“ í eyra mér.
Ég varð þess þá vör, að ég
lá í herbergi mínu, með höfuð-
ið í kjöltu Hemangini. Þegar
ég hreyfði höfuðið, heyrði ég
skrjáfa í kjólnum hennar. Það
var skrjáf í brúðarsilki.
Ó, guð minn! Guð minn!
Allar mínar bænir höfðu orðið
árangurslausar! Eiginmaður
minn hafði framið glæpinn!
Hemangini laut niður að mér
og sagði í hvíslandi, þýðum
róm: „Systir, elsku systir mín,
ég kom til þess að biðja um
blessun þína í tilefni brúðkaups
okkar“.
1 fyrstu stirðnaði ég upp eins
og trjábolur, sem liefur verið
lostinn eldingu. En svo herti ég
mig upp og sagði með erfiðis-
munum: „Hvers vegna skyldi
ég ekki gefa þér blessun mína?
Þú hefur ekki gert neitt rangt“.
Hemangini hló sínum fjör-
lega hlátri og sagði:
„Rangt! Þú ætlar þó ekki að
gefa í skyn, að ég hafi gert
rangt með því að ganga í lijóna-
band! Ekki fannst þér þú gera
rangt, þegar þú giftist“.
Ég reyndi að brosa, til þess
að endurgjalda glaðværð henn-
ar, og hugsaði með sjálfri mér:
„Bænir mínar eru ekki æðri
þínum vilja, ó, Drottinn. Veit
mér aðeins styrk til að þola
höggið og varðveita trú mína a
Þig“.
Hemangini var ekki enn
ánægð með svar mitt og sagði:
„Systir mín góð, það er ekki