Eimreiðin - 01.04.1948, Qupperneq 80
160 •
EIMREIÐIN
SÝN
urinn æddi, og himinninn huld-
ist skýjum. 1 sálarstríði því, sem
ég átti í, óskaði ég þess með
sjálfum mér að fá að drukkna
þarna í óveðrinu úti á fljótinu
og losna þannig úr þeirri
flækju, sem ég var kominn í.
Ég komst samt til Mathurganj,
og þar lieyrði ég fréttimar, sem
björguðu mér. Bróðir þinn
hafði gengið að eiga Heman-
gini. Ég get ekki lýst því, live
glaður og um leið sneyptur ég
varð við þessar fréttir. Ég flýtti
mér aftur um borð í bátinn. Á
þeirri stundu opinberaðist mér
vissan um það, að enginn nema
þú gætir gert mig hamingju-
saman. Þú ert gyðjan mín eina“.
Ég bæði liló og grét og sagði:
„Nei, nei, nei! Ég er engin gyðja
lengur. Ég er aðeins ósköp
liversdagsleg kona — eiginkon-
an þín, og það eitt skiptir máli.
„Ég þarf líka að trúa þér
fyrir dálitlu, ástin mín“, svar-
aði hann. „Þú mátt aldrei fram-
ar koma mér til að fyrirverða
mig fyrir sjálfum mér með því
að kalla mig guðinn þinn, því
ég er ekki annað en liarla ófull-
kominn maður“.
Daginn eftir kváðu við brúð-
kaupsbjöllurnar í þorpinu litla,
og fögnuðurinn fyllti loftið. En
enginn minntist framar á nótt-
ina liræðilegu, þegar svo nærri
lá, að liamingja okkar væri að
fullu glötuð.
E n d i r .
Skoðanakönnun Eimreiðarinnar 1948.
Nokkur svör hafa þegar borizt við spurningunni í síðasta hefti Eim-
reiðarinnar: Hvern telur þú beztan rithöfund, sem nú er uppi tneö
íslenzku þjóöinni? Um leið og spurningin er ítrekuð í þessu hefti, skal
á það minnt, að öll svör verða að vera komin í póst fyrir 15. okt. naestk.,
ásamt afklipptu horni Eimreiðarblaðsíðu, þar sem á eru Ietruð orðin:
Skoöanakönnun Eimreiöarinnar /, 1948. Að öðru leyti vísast til síðasta
heftis (bls. 73) um fyrirkomulag þessarar könnunar. Til þess að árangur
hennar verði sem tryggastur, þurfa sem flestir að svara. Það er fróð-
legt að sjá hver íslenzkra rithöfunda nýtur mestrar hylli meðal þjóðar-
innar. Orðið er notað hér í víðustu merkingu, jafnt um skáld í bundnu
máli sem óbundnu. Svarið eftir beztu sannfæringu og sendið svör yðar
sem fyrst, árituð:
Eimreiðin,
Pósthólf 322, Rvík.