Eimreiðin - 01.04.1948, Side 86
166
RITSJÁ
EIMREIÐIN
hefur inni að halda, úr fornkvæðum,
sögum og öðruin fornritum, yfir
fjórtán aldir í sögu og menningu
Norðurlanda til forna og frain til
1400. Landfræðilega er víðátta frá-
sagnanna engu minni en tímalengd,
því að undir leiðsögn hins margfróða
safnanda fylgir lesandinn norrænuni
víkingum í spor austur í Miklagarð
og vestur um liaf til Vínlands, og
enn víðar um höf og lönd á herferð-
um þeirra eða öðruin vegferðum í
margar áttir.
Jafn fjölbreytt er bókin að efni,
því að útgefandi liefur kostað kapps
um að draga að sér föng úr sem
flestum heimildarritum, eigi aðeins
íslenzkum, lieldur einnig forn sænsk-
um, færeyskum, forn-enskum, forn-
írskum og grískum, latneskum, rúss-
neskum og arahískum. Hitt þarf eng-
um að koma á óvart, sem nokkuð
verulega þekkir til norrænna fræða
og fornaldarsögu Norðurlanda, að
yfirgnæfandi meirihluti þeirra 116
þýðinga, úr fornkvæðum, sögum og
öðrum rituni, sem hér er að finna,
á rót sína að rekja til íslenzkra rita
í bundnu niáli og óbuiidnu. Gætir
hér að vonum mjög þýðinga úr Eddu-
kvæðunum og hinuin kunnustu og
inestu íslendingasögum, en jafnframt
eru hér kaflar úr ýmsum hinuni
styttri og miður kunnari sögum, að
ógleymdum köflum úr fornum ritum
á öðrum niáluni, eins og fyrr var
gefið í skyn.
1 stuttu máli sagt: Þetta efnis-
mikla safnrit veitir víðfeðma og
glögga yfirsýn yfir sögu og menningu
Norðurlanda framan af og fram eftir
öldum; hugsjónir, hugsunarháttur og
líf norrænna manna speglast þar með
mörgum liætti.
Þýðingar, sem eru eftir marga höf-
unda og frá ýmsum tínium, eru eðli-
lega misinunandi bæði um málfar og
ágæti í lieild sinni, en óhætt mun
mega fullyrða, að þær séu úrval úr
því bezta, sem fyrir hendi er í þeim
efnum á ensku máli. Ymsar þeirra
eru hér einnig birtar fyrsta sinni, og
eru sumar þeirra verk útgefandans
sjálfs eða gerðar af lionuin í sam-
vinnu við aðra þýðendur.
Ætla má, að þetta fjölþætta og
fróðlega rit, sem er jafn skemmti-
legt og þar er vandvirknislega nieð
efnið farið, verði til þess að auka
áliuga enskumælandi inanna fynr
fornaldarmenningu og fornbókmennt-
um Norðurlanda. Og víst er um það,
að allir þeir, sem þeim fræðum unna,
skulda útgefanda ritsins og hinni
ágætu menningarstofnun, sem þar a
lilut að máli, mikla þökk fyrir það,
hve tímabært og nytsamt verk er þar
vel og smckklega af hendi leyst, þv*
að hinn ytri búningur hókarinnar
helst fagurlega í hendur við veiga-
mikið inniliald hennar.
Richard Beck.
LONGFELLOW AND SCANDINA-
VIA. A Study of the Poet’s Relo-
tionsliip with the Northern Langua-
ges and Literature. By Andretv
Hilen. Netv Ilaven 1947 (Yale Uni-
versity Press). Það er löngu vitað,
að skáldið Henry Wadsworth Long-
fellow (1807—1882) var í liópi þ<:irra
fræðimanna og menningarfrömuða i
Bandaríkjunum á fyrra helmingi 19-
aldar, sem lögðu rækt við norrænar
bókmenntir, og einnig það, að liann
varð fyrir áhrifum úr þeirri átt. Ym-
islegt athyglisvert hefur einnig verið
um þetta efni ritað, en eigi hefur
það fyrri en í þessari bók dr. Andrew
llilen verið tekið til ítarlegrar og al-
hliða rannsóknar; en bókin er dokt-