Eimreiðin - 01.04.1948, Side 87
eimreiðin
RITSJÁ
167
orsritgerð höfundar á Yale-háskól-
anum í Bandaríkjunum, samin undir
handleiðslu dr. Adolpli B. Benson,
prófessors x norrænum fræðuni þar
uni langt skeið, og ýmsum íslend-
xngum að góðu kunnur, siðan liann
8otti Alþingishátíðina 1930, og einnig
fyrir hina en6ku þýðingu sína á riti
Hjalmar Lindrotlis um ísland (Ice-
land: A Land oj Contrasts), sem „The
American-Scandinavian Foundation“
gaf út.
Dr. Hilen hefur kynnt sér ræki-
lega og notfært sér það, sem aðrir
höfðu áður ritað um viðfangsefni
hans, en hann átti jafnframt aðgang
að dagbókum Longfellows, bréfum,
niinnisblöðum og öðrum handritum
1 safni hans í Longfellow House í
Cambridge (áður heimili skóldsins),
samhliða ýmsum fleiri mikilvægum
handritum í öðrum bókasöfnum, og
nr þessu efni, sem að miklu leyti
hefur áður verið óprentað, hefur
hann samið rit sitt, sem varpar um
niargt nýju og björtu ljósi á sam-
hand skáldsins við Norðurlönd og
norrænar bókmenntir, á það tímabil
> aevi hans, sem hér er unx að ræða,
og á skáldskap hans í heild sinni.
Inngangskaflinn er lýsing á tildrög-
unum að áhuga Longfellows á Norð-
urlöndum, en síðan er efnið þetta:
-,Sumarið í Svíþjóð og Danmörku
1835“, „Rækt Longfellows við sænska
nienningu“, „Longfellow og Tegnér“,
r-Bókmenntaleg tengsl við Dan-
mörku“, „Longfellow og íslenzkar
bókmenntir“, og „Niðurstöður“.
br því hér um þáttamarga lýsingu
a3 ræða á kynnum skáldsins af Norð-
urlöndum og bókmenntum þeirra,
ahuga hans fyrir þeim og áhrifum
beim, sem hann varð fyrir þaðan, en
bau voru eigi sízt djúptæk að því
r snerti íslenzkar fornbókmenntir,
og leiðir dr. Hilen sterk rök að því,
að þær hafi fremur öðru mótað
rómantískan skilning skáldsins á for-
tíðinni, en það var kjarninn í við-
horfi hans til skáldskaparins.
Longfellow hélt ítarlega dagbók í
ofannefndri Norðurlandaferð sinni
1835, og er hún varðveitt í handrita-
safni hans, en prentuð í heild sinni
í fyrsta sinni í umræddu riti. Er dag-
hókin fróðleg um margt og liin
skemmtilegasta, lýsir glögglega því,
sein bar fyrir sjónir skáldsins á
ferðalaginu, kynnum hans af mönn-
um og menntum, cn inn í frásögnina
fléttar hann frumort kvæði og þýð-
ingar, er auka henni litbrigði. Aftan
við rit dr. Hilens eru einnig prentuð
í heild í fyrsta sinni allmörg bréf,
sem Longfellow skrifaði föður sín-
uin og ýmsum vinum vestan hafs,
meðan hann dvaldi á Norðurlöndum,
og bregða þau á ýmsan hátt birtu á
ferðina, viðhorf hans og áhrif þau,
er liann varð fyrir. Upp í umrætt rit
er einnig tekin skrá yfir Norður-
landabókasafn Longfellows, bæði
bækur hans á Norðurlandamálum og
rit uin Norðurlönd og hókmenntir
þeirra á ýmsum máluin; ber bóka-
skrá þessi því vilni, að safnið er hið
merkilegasta og einstætt að ýmsu
leyti, og varpar eftirtektarverðu ljósi
á hugðarefni skáldsins á þessu sviði.
Dr. Hilen hefur unnið þarft og
þakkarvert verk með þessu vandaða
riti sínu, því að þar er í letur færð-
ur stónnerkur þáttur úr sögu menn-
ingarlegs sambands Norðurlanda og
Bandaríkjanna, en um það efni leyfi
ég mér að vísa til ritgerðar minnar,
„Longfellow og norrænar bókmennt-
ir“, í nýútkomnu Timariti Þjóðrœkn-
isjélagsins fyrir árið sem leið, en sú
ritgerð styðst mjög við rannsókn og
niðurstöður dr. Hilens um það efni.