Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 19

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 19
EIMREIÐIN UPPHAF ERKISTÓLS 1 NIÐARÖSI 171 það æ síðan vaxandi. Hann stofnsetti hið fhnmta biskupsdæmi 1 Noregi að Hamri. Lágu þá undir erkistólinn í Niðarósi fimm Nskupsdæmi innlend, og var þar með uppfyllt skilyrðið fyrir stofnun hins nýja stóls. Auk þess lutu, er fram hðu stundir, sex útlendir biskupar Niðarósi, Skálholts- og Hólabiskupar, biskup Færeyja, Græn- Wdsbiskup, biskup Orkneyinga og biskup Suðureyja og Manar. Einnig innleiddi kardínálinn Rómaskatt eða Péturspening i hinu nýja erkibiskupsdæmi, en það var viss skattur af hverjum sjálfstæðum búanda. Haustið 1154 staðfesti svo Anastasíus páfi fjórði með páfa- bréfi setningu erkistólsins i Niðarósi. ^ bréfinu leggur páfi himnn nýja erkibiskupi lifsreglurnar, ems og venja var við slíkt tækifæri. Mitt í heilræðavaðli páfa- Néfsins kveður skyndilega við annan tón. Þar stendur orðrétt: '■I'rarriar öllu öðru skalt þú leggja stund á það að fara eftir shipunum hins postullega stóls og hlýða honum auðmjúklega Sefn móður og drottningu þinni.“ betta sýnir ljóslega, að hin norska kirkja hafði nú fengið ný)an húsbónda, þar sem var hinn heilagi faðir í Róm. Þótt páf- 11111 bæri hinn auðmjúka titil: servus servorum Dei = þjónn Suðs þjóna, var auðmýktin i páfagarði af skornum skammti, og krafizt var skilyrðislausrar hlýðni af öllum þjónum kirkjunnar, lafnt æðri sem lægri. Er Jón Birgisson var allm-, varð Eysteinn Erlendsson erki- Nskup í Niðarósi. Hann var mikillar ættar, afburða gáfumaður, 'áljafastur og hugumstór. Var hann í miklu áliti í páfagarði og varð páfalegur legatus. Þá hafði Erlingur jarl skakki sett Magnús s°n sinn á konungsstól í Noregi. Var Magnús Erlingsson barn aldri, og sá var ljóður á ráði hans, að hann var eigi réttbor- lnn til konungdóms. Erlingur skakki samdi þvi við Eystein erki- Nskup árið 1163. Skyldi kirkjan viðurkenna hinn unga konung, en aftur á móti gaf Magnús konungur Noregsríki á vald Ólafi helga, það er að segja í hendur Eysteini erkibiskupi. Varð Noreg- Ur þannig lén erkistólsins. Réð Eysteinn erkibiskup þannig um ^rið einn bæði andlegum og veraldlegum málum í Noregi. Eigi alllöngu síðar kom hinn snjalli ævintýramaður Sverrir Sigurðsson til sögunnar. Taldi hann sig son Sigurðar konungs

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.