Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 28

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 28
180 STARFSEMI HEIÐAFÉLAGSINS eimreiðiN á józku heiðunum. Ekkert býli sést þar og engin mannleg vera rýfur hina djúpu og ömurlegu þögn.“ Danskur prestur, sem flutti búferlum til heiðanna um líkt leyti- lýsir þeim á þessa leið: „Þegar maður úr frjósamri byggð er staddur á heiðinni og lítur yfir hana, finnst honum sem hann sé staddur á hafi úti í fyrsta sinn ævinnar, og auðn hafsins grípur hann heljartökum. Svo mikill er ömurleiki hennar." Og skáldið Stein Blicher líkir heiðinni við eyðimerkur Lýbíu í kvæði, sem hann orti árið 1817. Árið 1757 efndi danska stjómin til ritgerðarsamkeppni um það, hvort unnt væri að breyta heiðunum á Norður-Jótlandi í akurlendi og skóglendi og á hvaða hátt þetta væri framkvæmanlegt. Það var józkur maður, að nafni Sören Thestrup, sem hlaut verðlaunin, en þau voru gullpeningur. Hann heldur því fram í riti sínu, að unnt sé að breyta heiðunum í akra, engi og skóga. Þetta sé mjög mikilsvert menningarlífi Dana, þar sem heiðarnar séu nú heim- kynni nokkurra fátæklinga, villidýra og óvætta. Friðrik fimmti stofnaði ráð, sem átti að athuga möguleika þess að rækta heiðarnar, en viðleitni hans bar ekki árangur. Nokkru seinna lét danskur hershöfðingi gera tilraunir með ræktun heið- anna, en starfsemi hans bar ekki árangur. Þó var málinu stöðugt haldið vakandi, og árið 1757 stofnuðu 120 Kaupmannahafnarbúar hlutafélag, og skyldi markmið félagsins vera ræktun heiðanna- Um líkt leyti fluttu um 260 þýzkar fjölskyldur búferlum til Dan- merkur og settust að á Jótlandi. Ýmiss konar vandræði mættn þessu fólki, svo sem skortur á högum fyrir búpening þess, en hey- leysi á vetrum. Um þetta ritar afi Enrico Dalgass laust fyrir alda- mótin 1800, en hann var prestur hinna þýzku innflytjenda. Hann bendir á nauðsyn þess að bæta beitilönd heiðanna og finna ráð til þess að rækta þar tún. En hann segist ekki vita, með hvaða hætti ræktunin yrði örugg. Það var ekki fyrr en sonarsonur hans benti á það með óyggjandi rökum, að ræktun heiðanna yrði aldrei framkvæmd án þess að gera skógræktina að veigamiklum þætti ræktunarinnar. Fyrsta tilraunin með skógrækt, sem gerð var á józku heiðunum, var framkvæmd af danska ríkinu árið 1788, og allmikill áhug1 var ríkjandi um alla Danmörku í sambandi við þessar tilraunin En Napóleonsstyrjaldirnar urðu til þess, að tilraunir þessar urðu lítils virði, þar sem fjármagn skorti til framkvæmda. Einnig gætti radda, þar sem hörðum orðum var farið um þessar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.