Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 31
eiMREIÐIN
STARFSEMI HEIÐAFÉLAGSINS
183
Öanmörk mun vera eina land heimsins, þar sem bændur hafa
bundizt samtökum til þess að gróðursetja skjólbelti í svo stórum
stil Og án styrks frá ríkisvaldinu. Þetta starf hefði verið óhugs-
andi án traustrar og raunsærrar forystu. Og starf Dalgass á þessu
sviðj verður enn merkara, þegar athugað er, að alla reynslu skorti
um gerð skjólbelta í þessum landshluta. Menn trúðu því lengi vel,
ad ókleift yrði að rækta þama skjólbelti, sem tækju ekki allt of
tuikið rúm frá ökrunum, þótt unnt reyndist að rækta stór skógar-
Sv®ði. En Dalgas fékk að sjá mikinn árangur starfs síns á þessu
sviði, 0g nú eru skjólbeltin talin frumskilyrði þess, að unnt sé að
reka landbúnað á Norður-Jótlandi.
Halgas beitti sér einnig fyrir því, að trjágarður risi upp við
hvert heiðabýli. Árið 1872 hélt hann fyrirlestur um þetta efni,
sem vakti mikla athygli, og frá þeim tíma fer trjágörðum við
keiðabýlin ört fjölgandi.
Ekki vinnst hér rúm til þess að geta annarra manna, sem unnu
ad stofnun heiðafélagsins, þótt margir mjög merkir menn komi
þar við sögu. I stað þess verður drepið á starf félagsins eins og
það er nú, þótt sú mynd verði harla ófullkomin.
Eélagið hefur aðalbækistöð sína í Viborg. Því er skipt í eftir-
^urandi deildir og vinna sérfræðingar, er hlotið hafa háskóla-
menntun, innan hverrar deildar. Þær eru þessar:
1- Skógræktardeild.
2- Deild, er sér um að afla kalks til nýræktar.
3- Akuryrkjudeild.
4- Deild, er sér um framræslu lands, áveitur og fyrirhleðslur.
5- Deild, er annast jarðvegsrannsóknir.
Heiðafélagið hefur um 390 manna starfslið í föstum stöðum.
Og sem dæmi um starfsemina má geta þess, að félagið hefur milli
10 0g 20 manns í þjónustu sinni, er rannsaka jarðveg, en forstjóri
deildarinnar er þekktur vísindamaður.
Sama máli gegnir um skógræktina. Eins og fyrr getur, álitu
Humherjar félagsins, að öll ræktun heiðanna væri svo nátengd
r*ktun skóga til skjóls, að ókleift væri að kljúfa hana frá öðrum
r*ktunarframkvæmdum. Og enn líta forystumenn félagsins á
skógrækt sem mikilvæga grein landbúnaðar. Þar mætast ekki and-
st®ðir hagsmunir, þar sem bændur landsins hafa nú sannfærzt
nm, hve mikilsverð skógræktin er í þágu annarrar ræktunar. Það
and, sem nothæft er til akuryrkju eða beitar, er notað á þann
aH, en þar sem jarðvegur er óhentugur til slíkra nota, eru trjá-
Þlöntur gróðursettar.