Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 40

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 40
192 DJÁKNINN 1 ÖGRI EIMREIÐIN „Ekki er lengi skundað inn með Skötu—. Og ekki er lengi skroppið inn með Skötu-fjú-ú-r!“ Ra-re-ri-ro-rú, dillin-dillin-dú! Nú spenni ég Aðalbrands frú! Hvernig finnst yður ég skemmta nú?“ En — þá, allt í einu, rak þau í rogastanz, þetta fagnaðar- fólk, og þau hrukku bæði við, djákninn og daman, eins og hérar, sem heyrt hafa í hundi, — því úti fyrir glugganum var sagt með heldur en ekki hráslagalegri röddu: ,,Ekki er lengi skroppið inn með Skötu—. Ekki er lengi skundað inn með Skötu-fjú-ú-r! Það er lítill vandi að leysa poka úr bandi; ræð ég Aðalbrandi, að upp hann nú standi og slái djáknann högg! Og húsmóðurina þrjú! — Min frú, hvernig þykir yður ég skemmta nú?“ f sama vetfangi sviptist bandið frá pokanum, og út úr honum spratt Aðalbrandur bóndi og óð fram á gólfið. Greip hann til djáknans og gaf honum á’ann, sparkaði í bossann á honum og bað hann að hypja sig til sinna heima, ellegar norður og niður, og henti honum út um dyrnar. Djákninn staulaðist á fjóra fætur, stirður mjög og fá- dæma forviða, átti ekkert orð í eigu sinni nema: „Hevrðu mig! hananú!“ En Brandur bóndi sveiaði honum svo, að hann hyssaðist í áttina heim á leið, titrandi klumsa með hræðsluhríslingi eins og flökkuhundur í ógunst eiganda ann- ars kyns og búið að binda við hann í broddinn á rófunni, en vantreystir viðaukadinglinum og vill hann lausan, — hundskast þó í áttina heimleiðis, lítandi um öxl sér annan dyntinn, með viðhengi lauslætisuppbótarinnar aftan í, óleys- anlega súrrað á sínum stað, högtandi beina leið heim undir

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.