Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 46

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 46
f^œttir um eríendur lóhm enntir. II. Indverskar bókmenniir. Árið 1841 birtist grein í „Annaler for Nordisk Oldkyndighed" eftir Finn Magnússon, leyndarskjalavörð, sem hann nefndi: „Kort- fattet Udsigt over Astrologiens Opkomst, Uddannelse og Ud- bredelse til Norden“, þ. e. Stutt yfirlit um uppruna og þróun stjörnuspekinnar og um útbreiðslu hennar á Norðurlöndum. I grein þessari, sem er samin af miklum lærdómi og hugmynda- flugi, færir höfundurinn meðal annars nokkur rök að því, að nor- ræn goðafræði Eddu sé að sumu leyti runnin frá og náskyld indverskri goðafræði Veda-bókanna. Hvað sem um þau rök er að segja, er hitt víst, að Veda-bækumar eru þær elztu bókmenntir af Indó-evrópskum uppruna, sem kunnar eru, og að nöfnin Veda og Edda eru svo lík, að bent gæti til sameiginlegs uppruna, enda þótt Eddurnar séu taldar miklu yngri rit en Veda-bækurnar. Um merkingu orðsins Edda hafa verið skiptar skoðanir. Sú kenning, að orðið sé komið af bæjarheitinu Oddi á Rangárvöllum, þar sem Sæmundur fróði sat og reit á síðari hluta 11. aldar, er vægast sagt vafasöm. Edda hefur einnig verið útlagt móðir eða amma, og í Nordisk Conversations leksikon frá 1871 er hiklaust sagt, að orðið þýði eiginlega sama og amma, en amman er í hugum kyn- slóðanna sú hin vitra, sem miðlar börnum sínum og afkomendum þeirra af lífsreynslu sinni. Amman er fulltrúi vizkunnar og gætii' hennar helgu linda. En Veda þýðir vizka, eða öllu heldur heilög vizka, og af þessum vizkulindum elztu bókmennta Indverja hafa þeir teygað í þrjár til fjórar árþúsundir og Vedabækurnar verið þeim leiðarvísir og Ijósgjafi í trúarlegum, þjóðfélagslegum og yfir höfuð í öllum menningarlegum efnum, síðan saga þeirra hófst. Talið er, að ekki sé hægt að öðlast skilning á andlegu lífi og menningu Hindúa nema að kynna sér rækilega Veda-bók- menntir þeirra. Þau tvö megintrúarbrögð, sem þeir Gautama Buddha og Mahavira eru höfundar að, verða heldur ekki skilin og skýrð nema að þekkja Veda-bækumar, þessi helgu fræði, sem

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.