Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 54

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 54
Þdrsteinn □. Stephensen, LEI KAR I. Á síðustu áruni hafa fáir Ieikarar hér í bæ vakið meiri athygli með leik sinum en Þorsteinn Ö. Stephensen. í leikritum eins og „Marniara“ eftir Kaniban, kínverska leikritinu „Pi-pa-ki“ og „Vesalingum“ Hugos lék hann kröfuhörð aðalhlutverk, og frammistaða hans átti ekki livað minnstan þátt í því, hve sýningar þessar tókust vel og hlutu einróma undirtektir áhorfenda. Með sýningum þessum og öðrum jafn vinsælum má enda segja, að hið virðulega og aldurhnigna leikfélag bæjarins hafi efl/.t til nýrrar æsku og metnaðar, sannað, svo að ekki verður lengur í efa dregið, að það á mikilvægu verkefni að sinna í leiklistarlífi bæj- arins. I þessu mikla átaki á Þorsteinn sinn góða þátt, en deilir vitan- lega sigurlaunum við aðra ágæta leikara og leikkonur félagsins og fyrst og fremst leikstjórann, Gunnar R. Hansen, sem starfað hefur með félaginu frá því það var endurskipulagt haustið 1950. Of oft gleymist hlutur Ieikstjórans, þegar lof er borið á einstaka leikendur í dónium. Hlutur Gunnars R. Hansens, leikstjóra Leikfélags- ins, liefur verið stór þessi ár, og er skylt og rétt að segja það alveg afdráttarlaust. En þótt leikstjórans pund sé mikið, verður honum ekki mikið úr því, neina leikarinn leggi til góðan efnivið. Leikarinn tekur allt hjá sjálfuin sér. Persóna hans og eiginleikar eru í hverju hlutverki, sem hann leikur, með álierzlumun liverju sinni. Með æfingu, eftirtekt og skilningi inagnar Ieikarinn vissar hliðar hjá sjálfum sér, í samrænii við kröfur hlutverksins, og áhorfendur sjá nýjan mann leiddan fram á Ieiksviðið. Samstarfi leikstjóra og leikarans er lokið um Ieið og þessi nýja persóna liirtist á leiksviðinu. Þar lifir bún kvöld eftir kvöld, með- an sýningar standa yfir, ekki aðeins í persónu Ieikarans, lieldur « persónu hans, dragandi til sín þrótt og kraft úr hverri frumu líkam- ans. Það er þess vegna ekkert aukaatriði, hvernig leikarinn er af guði gerður. Nú er það víst ekki ofmælt að segja, að Þorsteinn Ö. Stephensen sc vel á sig kominn um flesta hluti. Ekki hár niaður vexti, en herðabreið- ur, Iimamjúkur og svarar sér vel, liinn traustasti að vallarsýn. Og þaó er einmitt traust, sem öll framkoma hans vekur. Að yfirliragði kipp*r honuni þannig í kynið til hinna kunnu ættmenna sinna, sem voru „þéttir á velli og þéttir í lund“. Honum er í blóð borin vandvirkni 1 liverju verki, sem liann tekur sér fyrir hendur, enda er hann að sanio skapi smekkmaður, góðum gáfum gæddur. En um frain allt finnst mér einkenna manninn samúð hans með öllu mannlegu og glöggt auga fyrir kímni, á þessuni eiginleikum hafa sum beztu hlutverk hans

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.