Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 62
214
MÁTTUR MANNSANDANS
EIMREIÐIN
Konan gat skýrt frá, hvar móðir sín væri, en er hún var
spurð, hvort hún gæti séð móður sína, svaraði hún: „Nei!“ En
hún bætti því við, að hún vissi, hvar hún væri, af því að ljós-
geisli tengdi þær einar saman, en enga aðra í herberginu. Síðan
lýsti hún sjálfri sér í vöggu, sem stæði hjá eldstónni. Hún sagði,
að ljósmóðir væri í herberginu, sagðist geta séð það af því, hvernig
hún bæri sig að við móður sína. Hún lýsti svefnherberginu, þar
sem hún var fædd, þó að hún væri aðeins hálfrar klukkustundar
gömul. Hún gat sagt okkur nafn hússins, þar sem hún fæddist,
og nafnið á strætinu, sem það stóð við. En til þess þurfti hún
að „fara út“ fyrir húsið og athuga nafnið bæði á því og strætinu.
Aður en nánar er lýst þessari tilraun, vildi ég mega skjóta
hér inn i þeirri mjög svo athyglisverðu staðreynd, að miðillinn,
sem lifir og starfar í liðna tímanum svo nákvæmlega út í æsar,
að hann jafnvel hringar sig saman í stellingar fóstursins í
móðurlífi, virtist í þessu ástandi ekki geta talað, fyrr en ég
skipaði það, en þá var röddin eins og hjá barni, þó að hún væri
að öðru leyti eðlileg. Ennfremur nota menn í slíkri leiðslu all»
konar orð og setningar, sem þeir alls ekki þekkja eða nota að
jafnaði í vöku. Ég er viss um, að konan, sem ég hef verið að
segja frá, mundi ekki í venjulegri samræðu i vöku hafa notað
orð eins og naflastrengur, svo að tekið sé dæmi.
Annað, sem vakti eftirtekt okkar sem mjög þýðingarmikið
atriði, var framkoma konu undir sömu kringumstæðum, seni
hafði fæðzt í heiminn móti vilja foreldra sinna. Þessi kona sá
ekki neinn geisla, sem tengdi hana móður sinni, en í staðinn
dökkt ský, þar sem móðirin var, og barnið grætur og grætur,
veit, að það er ekki velkomið. Undir kringumstæðum sem þess-
um kvartar miðillinn yfir því, að veröldin sé köld og dimm-
íhugið þetta með sjálfum ykkur, þið lijón, sem ekki viljið eignast
börn. Er líklegt að þið mynduð leyfa slíkum hugsumnn að kom-
ast að, ef þið vissuð, að ófætt eða nýfætt barnið ykkar skildi
þær? Hver faðir og hver móðir myndu aðeins hugsa hlýjar hugs-
anir og fagnaðarríkar hvort um annað og barnið, sem í vændum
væri, ef þau þekktu þessi mikilvægu sannindi. Og þetta mundi
valda stórbreytingum til bóta á lífi mannanna. Dýrðleg veröld
mundi dafna með kynslóð þeirra barna, sem öll væru fædd 1
fullkomnum kærleika og samræmi. Einnig i þessu efni er hægt