Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 65

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 65
EIMREIÐIN MÁTTUR MANNSANDANS 217 af sér afkvæmi, sé hann gerður ófrjór með vissum efnum. Þegar °ss hefur skilizt annað eins og þetta, fær öll tilveran nýjan og heillandi svip. Náttúran verður öll lifandi, jafnvel hörðustu málmar og hrikalegustu björg, því að allt er þetta samansett af kristöllum, og sjálfur jarðvegurinn er ekki annað en muldar leifar kristalsmyndaðra kletta og klungra. Hvergi verða mörkin fundin milli hinnar svonefndu lifandi °g dauðu tilveru, né nokkur lína, er aðgreini þetta tvennt, því að sú lína er ekki til. Hvert lífsformið tekur við af öðru, án þess greind verði mörkin. Efni er hægt að eitra eða skemma. Málmar þreytast. Rakvélablöð þurfa að fá hvíld eftir langa notk- Uri- Hreyfivélar verða ganglausar eftir of mikla áreynslu. Tón- kvíslar missa sveiflumátt sinn og tóngæði eftir langa notkun. ^élar og verkfæri eru lifandi verur. Iðnaðarmenn vita vel, að áhöld þeirra þurfa sérstaka meðferð til þess að notast sem bezt. Gluggarúður geta sýkzt, ekki sízt steindar rúður, og sjúkdóm- Urmn getur breiðzt út, frá einni rúðu til annarrar, eins og land- farsótt. Málmar geta einnig smitazt af sjúkdómum. Þessi listi hfsfyrirbæra í náttúrunni gæti orðið óendanlegur. Sir Jagadis h°se, prófessor við Háskólann í Calcutta, hefur sannað, að allir hlutir eru gæddir lifi og að öll efnisform sýna sömu viðbrögð gagnvart áhrifum innan ákveðinna takmarka. Hver, sem efast Urrr þetta, ætti að lesa hina dásamlegu bók hans: ViSbrögð hinnar tífrœnu og ólífrœnu tilveru. 1 einu orði sagt virðist vera eiu oslitin grundvallarhugsun og stjórn að baki öllu lífi, hvort sem °Pmberast í kristöllum fagurgerðra frostrósa á gluggarúðum híbýla vorra að vetrarlagi, margvíslegum myndum gulrótar- hnúða í gróðurmold eða blómskrúði vallarins. Virðið fyrir yður aha þessa undraverðu fjölbreytni lífsins og hugsið um hana. Annað, sem miðillinn sagði, þegar spurt var um þessi málm- kenndu tré, var, að vöxtur þeirra og gerð færi eftir hreyfingu larðstjörnu þeirrar, þar sem þau yxu. Þessi fullyrðing miðilsins hefði að líkindum farið fram hjá mér og ég talið hana tómt rugh hefði ég ekki um sama leyti fengið bréf frá Englendingi emum, þar sem mér var sögð skrítin saga. Bréfritarinn kvaðst eitt sinn liafa heimsótt rússneskan dulfræðing, sem stundaði ‘annsóknir á eðlislögmálum náttúrunnar, án þess að láta hefð- hundnar kennisetningar efnishyggjuvísinda hafa nokktn- áhrif

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.