Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 71

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 71
EIMREIBIN TVÖ FERÐAK.VÆÐI 223 Sólu röSin höfuS hefja hrikafjöll í bláa geima. Landið fagra, langt í norÖri, létt er hér að muna og dreyma. Þióðgarðurinn Yellowstone National Park er, eins og kunnugt er, einn af viðfrægustu stöðum í Bandaríkjum Norður-Ameríku, sökum svipmikillar, sérstæðrar og fjölbreyttrar náttúrufegurðar sinnar. Meðal nnnars eru þar fjöldi hveravalla, leirhverir svo þúsundum skiptir og goshverir eitthvað hundrað talsins; þeirra frægastur er „Old Faithful", sem nefndur er í kvæðinu „Bróðir Geysis". — Höf. Kynglœpir. — Orsök þeirra og útrýming eftir Charles Harris. CGrein þessi er þýdd úr ágústhefti tímaritsins Coronet, árg. 1946, sem út kemur í Bandarikjunum, og er fyrst og fremst rituð fyrir þar- lenda iesendur. Greinin er litið eitt stytt í þýðingunni. — Kynglæpir virðast fara í vöxt viða um lönd, svo sem á Norðurlöndum og Englandi, eftir blaðafegnum að dæma. Þeir hafa einnig gert vart við sig hér a iandi undanfarin ár, — og má þó ætla, að meira kveði að þeim en opin- berar skýrslur sýna. Greinin getur því einnig átt erindi til íslenzkra lesenda. Svo er oft um afbrot í kynferðismálum, að um þau ríkir ýmist alger þögn og yfirhylming eða óheillavænlegt, hálfvelgjukennt sluður. Bandaríkjamenn hafa, mörgum öðrum þjóðum fremur, tekið á þessum raálum með festu og skilningi, þó að enn skorti á þar sem annars staðar, full lækning sé fengin á þessu böli. — ÞýÖ.l I janúarmánuði árið 1946 talaði óttasleginn faðir, skjálfandi °g angistarfullri röddu, á þrem bylgjulengdum útvarpsstoðva i Chicago-borg. Með niðurbældum ekka grátbað hann barnsræningj- ann, sem hremmt hafði sex ára gamla dóttur hans úr rúmi hennar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.