Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 79

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 79
EIMREIÐIN KYNGLÆPIR 231 7- Koma verður á fót með fjárframlögum rannsóknarstofnun- urn> þar sem unnið sé látlaust að rannsóknum á orsökum og út- rýmingu kynglæpa. Verksvið slíkrar stofnunar á að vera þjóðfélagið í heild, og hún þarf að safna hagfræðilegum upplýsingum um þessi mál og hafa þær jafnan á takteinum. Annað hlutverk hennar yrði að utbreiða þekkingu og opna augu hvers einasta meðlims þjóð- télagsins fyrir því, hversu geigvænlega alvarlegt vandamál er um ræða, þar sem kynglæpafárið er. Síðast en ekki sízt þarf þessi stofnun að styðja og skipuleggja rannsóknir á öllum nýjum að- ferðum til að lækna kynglæpamenn. Fyrir nokkrum árum voru gerðar tilraunir í Sing Sing fangels- lnu> sem bentu til, að við vissa tegund afbrotamanna gæti mjög vandgerður heilauppskurður komið að haldi. í skýrslu um einn slíkan uppskurð sögðu geðsjúkdómalæknar frá reynslu sinni með ^2 ára gamlan glæpamann, sem hafði verið valinn í tilraunaskyni. ^laðurinn hafði verið tekinn fastur fyrir afbrot gegn tveim sjö ara gömlum drengjum. Hann hafði komið til þeirra á baðströnd einni og boðið þeim peninga, ef þeir vildu koma í bað með sér. ^egar þeir komu aftur upp úr, lét hann drengina berja sig með foðuról og framdi aðrar ónáttúru-athafnir gagnvart þeim. Við rettarrannsóknina kom í ljós langur og ljótur afbrotaferill þessa manns. Heilauppskurður var ákveðinn og framkvæmdur á mann- mum, og eftir sex mánuði var honum batnað. Að því er næst v'arð komizt þama í fangelsinu hafði ónáttúra hans horfið við uPpskurðinn. Saga hans virðist benda til þess, að skurðlækninga- fræðin geti, eins og geðsjúkdómafræðin, komið að haldi við lækn- mgar á harðsvíruðum kynglæpamönnum. 8. Poreldrar og kennarar verða að koma hreint til dyra gagn- vart bömunum, um rétta og holla fræðslu í kynferðismálum. Ég vil í því sambandi minna aftur á mál gagnfræðaskólanem- atlna í Atlanta. Enginn þeirra hafði fengið nokkra leiðbeiningu. Aðfarir þeirra stöfuðu að einhverju leyti af löngun til að fá svör Vlp áleitnum spurningum, sem alger vanþekking ríkti um í þeirra húpi. Það liggur við, að maður freistist til að halda því fram, í raun og veru hefðu það átt að vera foreldrar þessara pilta, Sem setja átti í varðhald og kalla fyrir rétt. fiörn þurfa að fá skynsamlega fræðslu í þessum málum. Enginn aldur barna er öðrum aldri fremur heppilegur til slíkrar fræðslu. Spurningum barna ber að svara hreinskilnislega, forðast tvíræð sv°r — og sýna skilning. Sumir halda, að bömin hafi bezt af

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.