Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 84

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 84
236 RITSJÁ eimreibin ára, að sjá „hvað uppi verður um menningu og mannúð — og framtíð eylands vors“. Við verðum að reyna að beita huganum til góðs, hver eftir beztu getu. Takist það, mun vel fara. Þorsteinn Jónsson. SÓKNALÝSINGAR VESTFJARÐA I—II. Rvik 1952. Samband vestfirzkra átthagafélaga hefur gefið út þessar sóknalýsingar prestanna á Vestfjörðum á fyrri hluta 19. aldar, en þær urðu, eins og kunn- ugt er, til fyrir áskorun nefndar úr Hinu íslenzka bókmenntafélagi, sem kjörin var á fundi Kaupmannahafnar- deildar þess 25. ágúst 1838. Tillög- una bar fram skáldið og náttúrufræð- ingurinn Jónas Hallgrimsson og átti sjálfur sæti í nefndinni ásamt þeim Finni Magnússyni, Konráði Gíslasyni, Brynjólfi Péturssyni og Jóni Sigurðs- syni. I formála, sem Ólafur prófessor Lárusson ritar að II. bindi þessa rits, er rakin saga málsins, tildrög þess, að sóknarlýsingarnar urðu fram- kvæmdar og hvernig þeim skyldi hagað. Nefndin sendi öllum sóknar- prestum landsins bréf og lét fylgja því spurningar í 70 liðum. Er þar spurt um allt mögulegt viðvíkjandi landi og þjóð, brugðust prestar yfir- leitt vel við og svöruðu flestir, mis- jafnlega skýrt og skilmerkilega að vísu, en yfirleitt má segja að þessar sóknarlýsingar séu stórfróðleg heim- ild um land og þjóð á þeim tima, sem þær eru skráðar. Jónas Hall- grimsson hefði haft af þeim mikil not, ef hann hefði komið í fram- kvæmd að rita Islandslýsingu sina, sem þó ekki varð. Þyrftu nú fleiri átthagafélög að feta í fótspor Vest- firðingafélagsins, og gefa út þessar sóknalýsingar úr sínum landshlut- um, en flestar liggja þær óprentaðar í handriti. Fyrra bindi þessa rits fjallar uni Barðastrandasýslu, það síðara um ísR' fjarðar- og Strandasýslur. Hvoru bindi um sig lýkur með nafnaskra, til stórbóta fyrir þá, sem ritið lesa og nota. Fyrsta lýsing úr Barða- strandarsýslu er lýsing Garpsdals- sóknar eftir séra Bjarna Eggertsson, þá er lýsing Staðar- og Reykhóla- sóknar eftir séra Friðrik Jónsson, vestari hluta Gufudalssóknar eftir séra Þorstein Þórðarson, Flateyjar- prestakalls eftir séra Ólaf Sivertsen, löng og ítarleg, Brjánslækjar- °S Hagasóknar eftir séra Hálfdán Ein- arsson, Sauðlauksdals-, Breiðavíkur- og Saurbæjarsókna eftir séra Gísla Ólafsson, Stóra-Laugardalssóknar eftn séra Þórð Þorgrimsson, Selárdals- sóknar eftir séra Einar Gislason, Sel- árdals- og Stóra-Laugardalssókna eftir séra Benedikt Þórðarson og Otradalssóknar eftir séra Þórð Þor- grímsson. I siðara bindinu er fyrst lýsing Rafnseyrarkirkjusóknar eftir séra Sig' urð Jónsson, þá Álftamýrarsóknar eftir séra Jón Ásgeirsson, Sanda- og Hraunasókna eftir séra Bjarna Gísla- son, Mýraþingsprestakalls eftir sera Jón Sigurðsson, Holtssóknar eftir sera Tómas Sigurðsson, Staðarsóknar við Súgandafjörð eftir séra Andres Hjaltason, Eyrar- og Holtssóknar eftir séra Eyjólf Kolbeinsson, ögurþings' prestakalls og Eyrarsóknar eftir sera Magnús Þórðarson, Vatnsfjarðarsveit- ar eftir séra Arnór Jónsson, Sn*' fjallastrandar eftir séra Benedikt Thórðarson, Grunnavikursóknar eftn séra Torfa Magnússon, Staðarsóknai
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.