Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Page 88

Eimreiðin - 01.07.1953, Page 88
240 RITSJÁ EIMREIÐIN kasts, dverghendu, gagaraljóða, lang- hendu, nýhendu, breiðhendu, staf- hendu, samhendu, stikluviks, valstýfu, braghendu, valhendu, stuðlafalls. vik- hendu, afhendingu og stúfhendu. Lýk- ur þar með hinum eiginlega inngangi að meiri hluta og meginkafla hókar- innar, sem er sjálft háttatalið: tuttugu rímur, sem sýna, með 450 dæmum. hina miklu fjölbreytni islenzkra braga. Höfundurinn getur þess í formála, að í fyrstu hafi ætlun sín verið að taka visur eftir aðra i bók sína og þá einkum úr hinni þjóðkunnu Brag- fræði Helga Sigurðssonar. En við nánari athugun hafi þetta reynzt ófær leið — og hann því tekið fyrir að yrkja háttatal sitt. Sem sýnishorn þess, hvernig sú tilraun hefur tekizt, eru hér fáeinar vísur, og er þá fyrst þessi skárimaða forskeytla: Strauk með blænum vortíð væn velli fagurbúna. Að sér hænir grundin græn göngumanninn lúna. Þá er hér hringhent stefjahrun: Nú er bjart, þvi ljóðaljós leggur hjartað til. Býst í skart mitt hæsta hrós, hugsa djarft ég vil. Hér er velstígandi langhenda hring- hend: Oft um brattan flugstig fjalla fór ég hratt á stefnumót. Þá var glatt á grænum hjalla, gleðin spratt af sælurót. Þá er hér ein breiðhenda: Islands þjóð, sem átt að geyma erfðagripi fagra málsins, viltu þeirra gildi gleyma, glata þeim á vegum prjálsins? Enn er hér stikluvik: Aftur hljóma lögin ljúf. lengja tekur daginn. Vísu ritar höndin hrjúf. Hugur dvelst við rímnastúf. Loks er hér samrímað stuðlafalb framhent: Sál og mál er selt við ýmsu gjaldi- Allt er falt og erlent vald ærið fær því tangarhald. Þessi sýnishorn úr háttatali hinu nýja verða að nægja. Ég veit ekki hvernig íslenzku- kennslu er héttað í hinum mörgu skólum vorum nú eða hversu islenzk- ar bókmenntir eru þar lesnar og túlkaðar. Ég geri ráð fyrir, að alúð sé þar lögð við að fræða nemendw' um fegurð tungu vorrar og þau lög- mál, sem hún lýtur, bæði bundið mál og óbundið. En ég hygg, að hverjum kennara yrði að þvi fengur að nota þessa Bragfræði Sveinbjörns Benteins- sonar og hafa að handbók við kennsl- una í íslenzku. Það mundi skerpa brageyra barna og unglinga og vekja áhuga þeirra fyrir einkennum 1S" lenzkrar óðlistar fyrr og siðar. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.