Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Qupperneq 8

Eimreiðin - 01.10.1953, Qupperneq 8
244 VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU eimreiðin við þennan atburð, samtímis, svo að hér virðist undarlega við bregða um tíðindin, sem annálarnir lögðu sig fyrst og fremst eftir að geyma, en til þess geta þó verið eðlilegar ástæður. Hitt er kannske athyglisverðara, að Hrafnagilsannáll, sem Þorsteinn prest- ur Ketilsson samdi, og var austfirzkur maður, skuli ekkert á þetta mál minnast, þar sem annállinn ber það með sér, að höfundurinn stendur í tíðindasambandi við austfirzka menn, eins og þegar hann fær skrifað frá Kirkjubæ í Tungu óvættadrápið á Gunnlaugi Árna- syni í Hrafnkelsdalnum, er skeði 5 árum fyrr. Enn má þó finna eðlilega skýringu á því, og þá, sem bezt er að segja strax, að sagan lýsir svo ljótum mannanna verkum, að það er naumast mannlegt að skrá hana, meðan þeir eru uppi, sem að henni stóðu. Hér gerist svo átakanleg slyss- og harmasaga, að jafnvel þjóðfélag rís ekki undir henni, þegar hún skýrist í öllum slysum sínum og hörmum- Það er engin furða, þótt þögnin sé talin geyma slíka sögu bezt. Mun þetta þó einkum taka til Ketilsstaðaannálsritarans, sem ef til vill hefur haft óheppileg áhrif á gang sögunnar sjálfur sem valdsmaður á þessum vettvangi, en óbeint þó. Verður að því vikið síðar. Hitt er meiri furða, að dómabók Múlasýslna, sem til er frá þessum tíma, skuli ekki geyma einn staf um málið, og mannfræði, allvel könnuð, skuli ekki rekast á einn einasta staf, er bendi til þeirra nafna, sem hér komu við sögu, á þessum sama vettvangi- Á hvoru tveggja mun fást eðlileg skýring, þegar vel er skoðað og missagnir leiðréttar. Mál hins fyrra Valtýs mun hafa borið undir setudómara, en það eru dæmi um það, að slíkir rita ekki dóma sína inn í lög' giltar dómsmálabækur, og veit ég dæmi um það. T. d. finnst ekki í dómsmálabók Múlasýslna dómur, sem gekk á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 1774 um hvalreka. Sýslumaðurinn var aðili málsins, og settur var dómari í málinu, lögréttumaðurinn Ólafur Arngríms- son, sem þá hefur búið á Hafrafelli í Fellum. Dómsins er getið í Alþingisbókinni tvívegis á næstu árum, og eflaust er hann til í skjölum landsbókasafnsins, því að ég sé á Ættum Austfirðingæ að séra Einar Jónsson hefur haft hann undir höndum. Hins vegar væri engin furða, þó að dómar í þessu Valtýsmáli, sem verið hafa á lausum blöðum, hefðu þótt lítið sögulega frægir hlutir og enginn séð eftir þeim í glatkistuna. En skýringu á mannfræðilegri sögu persóna mun nú verða reynt að gefa hér á eftir, og er þó heimild- unum lítt til að dreifa. Má hver meta, sem honum þykir vera efni til. En áður en við þá hluti er glímt, er rétt að reyna að staðfesta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.