Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 21

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 21
E'MREIÐIN VALTÝR Á GRÆNNI TREYJU 257 er Valtýr í Garði grafinn 15. desember, og kemur það heim við söguna, að hann hafi skjótt fengið kirkjuleg, sem jafngilti sýknu- ^°mi. Hafa þá þessir atburðir orðið haustið 1753, eða fyrir rétt- Um 200 árum síðan. Valtýr verið af lífi tekinn í ársbyrjun 1754, en sumar allt farið í það að fá samþykkt kirkjuleg, en þá orðið létt verk að flytja líkið norður, þar sem um beinin ein hefur verið að ræða. Valtýr í Garði átti 5 börn, sem um er getið, en tveir synir deÝja skjótlega, Guttormur, 1756, og Sigurður árið eftir. Þórunn, atti Magnús Jónsson. Þau búa í Ærlækjarseli 1762 og eiga eina éóttur barna. Sigríður, átti Jakob Guðmundsson. Þau búa í Sauða- aassókn, en ekkert um þau vitað, nema Sigríður deyr 1779, þá í öal í Þistilsfirði. Eggert, bjó í Sveinungsvík og var gildur bóndi, dó 1774^ grafinn við kór karla meginn, svo að hér er um mektar- mann að ræða. Af börnum hans var Helga, er átti Jón Þorláks- Son, bróður Þorgerðar, er var síðasta kona Jóns ríka í Ási. Þetta fólk er allt í Ási 1801. Helga býr á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 1816, ekkja, og á 4 börn á unglingsaldri. Frá sumum þeirra eru ^omnir menn, sem nú lifa. Við þetta má svo aðeins bæta því, að þrátt fyrir það, að Valtýsnafnið gengur algerlega úr sögu á Áusturlandi á fyrri hluta 18. aldar, þá skýtur því upp aftur í óyrjun þeirrar 19. Árið 1805 fæðist drengur á Dvergasteini við Seyðisfjörð, og hann er látinn heita Valtýr. Þá eru liðin frá dauða Valtýs í Garði 51 ár, og þó undarlegt megi virðast, þá sýnist það svo, að þessi drengur hafi borið nafn Valtýs í Garði, Því að varla er nafnið gefið út í bláinn á þessum tíma. Móðir drengsins er Guðrún Skúladóttir frá Brimnesi, en móðir hennar er Svanhildur Sveinsdóttir frá Torfastöðum, en hennar móðir Sól- run> systir Svanhildar, er Valtýr átti. Svanhildur er þá 60 ára, er drengurinn fæðist, en hún var 9 ára, er Valtýr í Garði deyr. Ólíklegt má það virðast, að drengurinn hafi verið látinn heita eftir Valtý í Garði, ef hann hefur ekki komið öðru vísi við tíðindi a Áusturlandi en eiga fyrir konu ömmusystur móður drengsins. Sonur Valtýs þessa var Valtýr, faðir Helga rithöfundar á Akur- eyri. Niðurstöður mínar í þessu máli verða því í stuttu máli: Það verða ekki rengdar hinar gömlu sagnir, er lúta að aftöku Valtýs þess, sem kenndur er við Eyjólfsstaði. Til þess eru þær ot vel staðfestar, bæði í vitneskju Héraðsbúa fram á þennan dag °S svo í mannabeinunum, sem legið hafa á Gálgaási á Egils- 17

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.