Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 11
eimbeibin VALTtR Á GRÆNNI TREYJU 247 sinni, og má leiða hug að því, að þessi fatlaði gáfumaður á Hnappavöllum hafi ekki sízt átt viðræður við prestinn sinn um hvaðeina, sem honum lá á hjarta. Var og séra Sigbjörn fróðleiks °g gáfumaður, og má ætla að eigi sízt fyrir áhrif frá honum hafi Magnús farið að skrá þjóðsögur. Telja má víst að séra Sigbjörn hafi lært skólalærdóm í Valla- nesi hjá Guttormi Pálssyni prófasti, þótt hann sé útskrifaður úr Eessastaðaskóla. Bjó og náið frændfólk hans á Egilsstöðum á ^öllum á þeim tíma, svo að hann gat haft gott tækifæri að bera við sig bein Valtýs á grænni treyju, sem sagnaritari segir eftir öeimildarmanni sínum, að hann hafi gert 18 ára gamall. Auk Þess skrifaði Sigfús Sigfússon um Valtý á grænni treyju, en hér er ekki hægt að geta þeirrar sagnaritunar, enda rétt að halda Ser við eldri gerðina. En nú er að rifja upp þessa sögu, eins og Magnús á Hnappa- vollum skráði hana. Það finna tveir smalamenn helsærðan mann miHi bæjanna Vaðs í Skriðdal og Sauðhaga á Völlum. Þeir spyrja, hver hafi leikið hann þannig. Valtýr á grænni treyju, segir hann °g andast jafnskjótt. Maðurinn hét Símon og var sendimaður Péturs Þorsteinssonar, sýslumanns á Ketilsstöðum, suður á land me<5 silfur til að fá smíðað úr því, því að enginn slíkur smiður atti þá að vera á Austurlandi. Hafði hann nú verið rændur þess- Urn smíðisgripum. Þá bjó á Eyjólfsstöðum á Völlum maður að Rafni Valtýr, ríkur maður, átti 40 hundruð í jörðum, gekk á graenni treyju, að hætti þeirra manna, er svo mikla fasteign áttu. Er Valtýr umsvifalaust tekinn og borinn þessum sökum, en hann neitar harðlega, skírskotar til síns fyrra og þekkta heiðurssama lífernis, en allt kemur fyrir ekki, hann er dæmdur frá lífi og réttaður á Egilsstaðaþingstað á aftökustaðnum, sem hét og heitir ennþá Gálgaás. Líður nú langur tími, 13—14 ár, þá kemur maður a Egilsstaðaþingstað, er þinghald stóð, og gerir boð fyrir sýslu- ^ann. Hann kvaðst Valtýr heita, mikill og illilegur og var á grænni treyju, og langt að kominn. Og er hann gekk inn um skála á Egilsstöðum, þá detta þrír blóðdropar úr visinni hönd hins fyrra Valtýs, er þar hafði hangið, til viðvörunar mönnum, allan þennan tíma. Þótti þetta jarteikn mikil, og var nú gengið a þennan Valtý um upplýsingar. Var hann píndur til sagna og meðgekk að lokum að hafa drepið Símon. Þurfti þá ekki að sökum að spyrja, að farið var með hann á Gálgaásinn. Lét hann þó hið versta og hótaði að ganga aftur og drepa þá, er að þessu verki stóðu. Bilaði gálginn víst oftar en einu sinni og hefur líklega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.