Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 33
EIMREIÐIN ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR 269 grundvallarregla er alltaf grundvallarregla, önnur áminning sk}ddi ekki koma yfir mínar varir, þótt það liðu tíu ár. Nú var það hennar að gera sína skyldu af eigin hvötum. Þú sérð núna, eins og ég sá löngu eftir á, að þetta var ram- fölsk ályktun, það var þrákelkni hins drukknandi manns, að ná 1 síðasta hálmstráið. Strax fyrsta daginn, sem leið hjá henni í sama sjálfkæra áhyggjuleysinu, hefði ég getað sagt mér sjálfur, að hún ætti ekki þessa skylduhvöt til. Allir næstu dagar, þangað iil bomban spryngi, væru ekki annað en heimskuleg tilraun 111111 til að minna hana á það, sem ég vildi ekki minna hana á. Og bomban, vitanlega sprakk hún af mínum völdum. Það var eudirinn og um leið uppgjöf baráttunnar. En ég hafði samt sem aður rétt fyrir mér, því að það var sigur minn um leið. Hag- nýt rökfræði er nú einu sinni ekki til og sízt, þar sem Nína a 1 hlut. En nú skaltu vera laus við fleiri útúrdúra og fá þetta allt í réttri tímaröð. Hver dagurinn leið af öðrum, ljómandi Veður og brakandi þerrir upp á hvern einasta dag. Það var eins og drottni sjálfum væri uppsigað við mig líka. Þvi að hver getur haldið reiði sinni til lengdar í glaða sólskini? Nína hefur heldur aldrei verið upprifnari, þar sem ég aftur á móti lá á S1vaxandi reiði minni með miklum erfiðismunum. Það var liðin vika, og buxurnar slógust um fótleggina á mér jafnilla press- aðar og áður, en þó ekki nógu larfalegar til að vekja opinbert hneyksli. Það sárnaði mér kannske einna mest. En svo var það einn góðan veðurdag, eins og stendur í ævintýrinu, að forsjónin aumkaðist yfir mig, sem sagt eftir rétta viku. Nína hefur nefni- ^ega óstjórnlega ástríðu, þar sem kjólar og kjólasnið eru annars vegar, enda hefur hún oft verið talin ein af bezt klæddu dömum 1 bænum — vitanlega á minn kostnað. Og nú, þennan úrslita- hag baráttu minnar, kemur hún til min, — ég var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum af skrifstofunni, — og þrýstir sér upp að mér, þú veizt þessa ómótstæðilegu þrýstingu, sem nær yfir flatarmál alla leið ofan frá brjósti og niður á hné, og segir eða réttara sagt spyr, hvort mér þyki nokkuð verra, þótt hún fari a kjólasýningu til frú Valgerðar í kvöld. Frú Valgerður var þá aðaltízkudrottning bæjarins. Vitanlega hafði ég ekkert á móti Pví. Þá gat ég hugsað málið í næði. Nina horfði svo rannsak- andi í augu mér, fyrst í vinstra auga, svo í það hægra, eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.