Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Page 79

Eimreiðin - 01.10.1953, Page 79
EiMREIÐIN RITSJA 315 Suðrækni 0g trúarlíf var sterkasti Pátturinn og 0ft eina kjölfestan í arðri lífsbaráttu. Þegar skilning á 'finu og úrræði í baráttunni þraut, ' örPuðu menn hinni sálarlegu byrði yflr.é almættið og fundu frið í sál Muni. Slík eru ofureðlileg viðbrögð, lar sem upplýsing og fræðsla eru af skornum skammti. Eins og áður er getið, er hér ýmis- egt skemmtilegt og fróðlegt aflestr- ar' f’ú saknar lesandinn þess oft, að Guðbjörg sleppir þræðinum mitt í Þ'i að hún er að lýsa mönnum eða 'iðburðum, sem lesandanum er feng- Ur í að vita meira um. Beztu kafl- arnir eru um skólavist hennar sjálfr- ai újá Elínu Briem, lýsingin á sýslu- undum og kaflinn, er nefnist Fyrr °S nú. 1 kaflanum BaSstofuhjal er margan fróðleik að finna um viðhorf gömlu kynslóðarinnar til bókmennt- anna 0g samtíma skáldanna. Það er fyrst, er hún kemur niður í nútím- ann, að henni fatast tökin. Þegar á allt er litið, má segja, að ” sólarlag" sé ásamt fyrri ritum ^uðbjargar á Broddanesi merkileg heimild um sjálfstæðan persónuleika °g islenzka alþýðumenningu, „un document humain". Sveinn Bergsveinsson. LAGGARD by R. Stevens. London Í953 (Faber & Faber). Þessi skemmtilega ritaða frásögn, að nokkru leyti frá Islandi og prýdd teikningum, bæði þaðan og víðar að, eftir Brian Alderidge, ber vitni að- úáun höfundarins á náttúrunni, fyrir- rigðum hennar og þá ekki sízt fugla- ifinu á öræfum íslands. Hann hefur 'erið ht'r á landi til að kynna sér ifnaðarhætti fuglanna og þó einkum 1 ieit að landsins frægasta fugli, fálk- anum. Hann ferðaðist viða um land- ið og dvaldi um tíma i Mývatns- sveit við rannsóknir sínar. Lýsingar hans á landi og þjóð eru yfirleitt nærri lagi, það sem þær ná. Hann kynnir sér mest öræfin og sveitalífið, en sneiðir hjá bæjum og borgum, ann einveru og útilífi, og þótt hann kæmi hingað snemma vors og væri kominn norður að Mývatni, áður en snjóa leysti, þá er hann hrifinn af fegurð landsins, enda kynnist hann einnig íslenzka sumrinu og unaði þess. — Fróðleg bók og heillandi fyrir alla unnendur einfalds lífs í skauti náttúr- unnar. Su. S. ÁGRIP AF SÖGU BANDARlKJANNA, sem Upplýsingaþjónusta þeirra hér hefur útgefið (Rvík 1953), hefur Eimreiðinni borizt. Bókin er hin vandaðasta að öllum frágangi og prýdd fjölda mynda, skiptist hún i 7 kafla. Er í þeim fyrsta lýst ný- lendutímabilinu að loknum landkönn- unarferðunum til Ameríku á 15. og 16. öld. Annar kaflinn fjallar um sjálfstæðisbaráttuna, sá þriðji um stofnun ríkisstjórnar, sá fjórði um út- þensluna til vesturs og landamæra- þrætur, sá fimmti um styrjöldina milli norður- og suðurríkjanna, sá sjötti um timabil aukins landnáms og framfara og sá sjöundi og síðasti um Bandariki nútimans. Þannig er sagan rakin í ljósum og skýrum dráttum, og gefur bókin ágætt heildaryfirlit um myndun, þróun og skipulag þessa stórveldis, sem til er orðið úr deiglu hinna mörgu og óskyldu innfluttu þjóðflokka Evrópu og þeirra lifsskil- yrða hins mikla meginlands Norður- Ameriku, sem þessi þjóðasamsteypa hefur þar notið. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.