Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 10

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 10
246 VALTtR Á GRÆNNI TREYJU EIMREIÐIN utan það, sem allir höfðu í huga af blæ þessara tíðinda, er orðið höfðu á þessum tíma. Eins og ég fyrr sagði, tímasetti þetta fólk Valtýsveturinn 1754, og fær það vel staðizt í ársferðislýsingum annálanna. Bar ekki á milli míns fólks úr Héraði um þetta og þeirra, sem ég í æsku heyrði minnast á Valtýsvetur í Vopnafirði. Ég heyrði og mitt fólk minnast á vísur, sem ortar hefðu verið um böðulinn á Völlum, en hirti ekki um að nema og man ekkert úr nema eina samstöfu: „Beinárgerðis-Bjarni minn, böðullinn á Völlum“. í manntalinu 1816 finnast Bjarna börn, sem fædd eru í Beinárgerði á Völlum og sum milli 1760 og 1770, og 1762 býr í hjáleigu frá Eyjólfs- stöðum á Völlum Bjarni Björnsson. Þessi kveðskapur um böðul- inn átti að standa í sambandi við aftöku Valtýs á grænni treyju og þá sennilega hins síðara. Var og höfð skrýtla eftir konu Bjarna, sem hitt hafði sýslumannsfrúna á Ketilsstöðum, er barmaði sér yfir því, hversu lengi maðurinn sinn væri í þessum þingaferðum. „Þetta megum við nú hafa, embættismannakonurnar," sagði kona Bjarna. Virðist sem svo, að ýmislegt hafi verið geymt um Bjarna, þótt enginn stafur finnist um Valtý á grænni treyju. Sagan af Valtý á grænni treyju birtist fyrst í þjóðsagnasafni Jóns Þorkelssonar, skráð af Magnúsi Bjarnasyni á Hnappavöllum í Öræfum árið 1882. Getur hann heimildarmanns síns, manns, sem alizt hafi upp á Völlum í Héraði, og móður hans, og hafi hann upplýst fyrir sér, að Jón langafi heimildarmanns hafi verið ráðs- maður Jóns sýslumanns Arnórssonar, er var lögsagnari Hans Wíum sýslumanns 1769—1778. Komið hefur fram upplýsing um það, að þessi maður hafi verið Halldór Jakobsson frá Gunnlaugs- stöðum í Vallahreppi, og móðir hans, Sesselja Þórðardóttir frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá, f. 1800. Vel má það vera, en rétt er líka að benda á það, að presturinn í Sandfelli í Öræfum var Sig- björn Sigfússon frá Hofteigi, er hélt þann stað 1860—72, en með honum dvaldi móðir hans, Ingveldur Jónsdóttir prests í Þingmúla Hallgrímssonar. Séra Sigbjörn á engan Jón fyrir langafa, en lang- afi hans einn var Þórður, sonur Árna auðga á Arnheiðarstöðum, mágur Hans Wíums, og er ekki ólíklega til getið, að hann hafi verið ráðsmaður Jóns Arnórssonar eða búið fyrir hann, og er lítt að marka, þó að sagnaritari nefni þennan mann Jón, fyrst hann nefnir ekki sögumenn sína aðra. Jón sýslumaður kvæntist eftir Alþingi 1770 og mun ekki hafa búið fyrr í Héraði og þá sennilega átt heima á Arnheiðarstöðum hjá Þórði Ámasyni. Magnús á Hnappavöllum hafði því ágætar heimildir að sögu

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.