Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 32

Eimreiðin - 01.10.1953, Síða 32
268 ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA RUXURNAR EIMREIBIN — Ég hef bara ekki tíma til þess sem stendur, ég þarf að endurskoða dálítið, sem á að verða til á morgun. Þær geta líka eins vel beðið þangað til í kvöld, að ég er háttaður. Ég kunni hlutverk mitt alveg reiprennandi, ég kunni það meira að segja of vel. Ég fann að ég þuldi þetta eins og utan- bókarlestur viðvaninga á leiksviði. Nína leit lika á mig grun- sömum augum. Var ég að eyðileggja þetta allt fyrir sjálfum mér? En ég sé núna, löngu eftir á, að ég gat ekki hafa valið setn- ingarnar öllu betur. Ég snart nefnilega ekki einn, heldur tvo viðkvæma strengi í tilveru hennar. Og það varð til að dreifa athyglinni og slæva hana í kröfu sinni um buxurnar. — Þú ætlar þó ekki að fara að vinna á kvöldin líka? Það verður skemmtilegt fyrir mig. Nei, nei, góða bezta, flýtti ég mér að segja. — Ég veit ekki til að það verði nema í kvöld. Nína varð sýnu rórri og madti út undan sér um leið og hún gekk til eldhúss: — Minntu mig þá á þessar buxur þínar í kvöld. Mér er óhætt að fullyrða, að aldrei hefur nokkur byrjandi i leiklist varpað öndinni léttar í lok fyrsta þáttar en ég. En eg var samt ekki kominn yfir annan talnadálkinn, þegar ég var farinn að kvíða, að tjaldið drægist upp i annað sinn. Og það var ekki að ástæðulausu. Það stríð, sem ég nú lagði út í, var ójafn leikur. Það var leikur kattarins við músina. Og ég, í hlut- verki músarinnar, var rétt að því kominn, að gefast upp, á von og óvon. Þegar ég tala um stríð, þá er það ekki í venjulegn merkingu þess orðs. Því að í raun og veru var þetta ekkert strið eða réttara sagt, það var aðeins strið við sjálfan mig, við ímyndaðan mótstöðumann, við ekki neitt. Og það var þetta ekki neitt, sem ég óttaðist mest og var kötturinn í leiknum. En eins og þú skilur, þá átti mótstöðumaðurinn vitanlega að vera Nína. Hún bjó til óaðfinnanlegan mat á þessum tíma, fyrir utan sósurnar, sem eru allt of þunnar, en það hefur hún ein- hvern veginn fengið inn í sinn koll, að sé svo fínt. Og hún hefur aldrei lagt oftar hendurnar um hálsinn á mér en einmitt þessa kvalafullu viku. Ég var aftur á móti tilfinningalaus, slappur og illa fyrirkallaðm- til bliðuatlota. Buxurnar liðu vitanlega aldrei úr huga mínum. Ég var búinn að minna hana einu sinni á þeer,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.