Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 45

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 45
EIMREI8iN HÚN AMMA MÍN 281 Jands um 1680. En kona hans, Ingibjörg, fluttist þá austur 1 Húsavík í Norður-Múlasýslu með börn þeirra. Ingibjörg (Galdra-Imba) var Jónsdóttir, prests Gunnarssonar á Tjörn 1 Svarfaðardal. Séra Árni, maður hennar, var einnig ætt- sður úr Eyjafirði, því að foreldrar hans voru Jón prestur a Völlum í Svarfaðardal og kona hans, Þuríður Ólafsdóttir Jónssonar, prests í Laufási. Frá Ingibjörgu Jónsdóttur er omin hin fjölmenna Galdra-Imbuætt á Austurlandi, sem Sera Einar Jónsson rekur í Ættum Austfirðinga og fjöldi nulifandi Islendinga rekur ætt til. En þar sem þau eru, Þór- ^s Pálsdóttir og maður hennar, Jón Jónsson frá Firði í Seyðisfirði, koma saman Galdra-Imbuætt og Sauðanesætt, að Jón var í beinan karllegg kominn frá séra Ólafi Guð- 1Tu-indssyni í Sauðanesi. Guðmundur, faðir séra Ólafs í Sauða- nesi> var bóndi í Sigluvík á Svalbarðsströnd í Eyjafirði. ■^annig mætist ætt afa míns og ömmu í Eyjafirði, og munu föðurfrændur mínir aftur á öldum, bæði í karllegg og kven- Iegg, hafa átt þar heima um langan aldur. En um Galdra-Imbu og Þuríði dóttur hennar er til sú Saga, að þeim hafi orðið sundurorða út af vinnumanni í Húsavik, sem Þuríður heitaðist við. Sagði þá Ingibjörg við öóttur sína: ,,Of mikið hef ég kennt þér, dóttir sæl,“ gekk á sjávarhamra, þar sem vinnumaðurinn var fyrir neðan, aÖ ná heim fé úr fjöru, en veður var vont og mikill snjór a jörðu. Settist Ingibjörg niður þarna á hamrabrúninni, með höfuð í höndum sér, og starði fram af fluginu. Kom þá ferðamaður og bað Ingibjörgu að gefa sér að drekka, en hún bað hann bíða. Spurði þá maðurinn með nokkrum þjósti, hvort hún tímdi ekki að gefa sér að drekka. Spratt hún há upp, gekk heim og sótti honum sýrudrykk. En á meðan sPrakk fram snjóhengja í hömrunum, og fórst þar undir Hnnumaðurinn. Saga þessi er skráð í handriti um ætt ömmu minnar, eftir sóra Einar á Hofi, sem til var heima í ungdæmi mínu, ef eg rnan rétt, og er talið í Eimreið, árg. 1950, bls. 293, að Sagan sé úr „Ættum“ Einars á Hofi, en sumir kynnu af heim ummælum að álykta, að sagan sé í riti hans hinu mikla, Sem varðveitt er í handriti í Landsbókasafninu. En svo er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.