Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 36
272 ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR EIMREIÐIN eiginmaður. Sko, til þess voru refarnir skornir, að brjóta niður Jeríkó-múra eigingirni og umhyggjuleysis. Þetta átti sem sagt að kenna henni að hugsa um heimilisskyldur sínar af sjálfs- dáðum. Ég sá ekki nema eina leið. Ég var svo heppinn, að fulltrúinn á skrifstofunni, Sigurpáll, já, ég get ekki gert að því, maðurinn var skírður Sigurpáll, eyðir öllum sínum helgidögum og öðruni frídögum í að veiða laxa og silunga á stöng. Nú bað ég hann um að lofa mér að sjá þessar græjur almennilega, það gæti vel verið að ég tæki upp á þessu líka. Hann rak náttúrlega upP stór augu: — Hvað þá, nýgiftur maðurinn? Með stærstu ánægjn, ef ég kærði mig um það. Svo eyddi ég kvöldinu við að athuga allar mögulegar tegundir af flugum og fiðrildum og öðrum eftir- líktum skorkvikindum sem tálbeitu fyrir blessaða laxana. Ég sá, að ég myndi seint komast á það launastig, að ég sæi mer fært að veiða laxa, ef þessa útbúnaðar þyrfti með. Aðalatriðið var þó það, að ég þakkaði fyrir ánægjulegt kvöld klukkan hálf- tólf og hélt heim á leið. Það leit út fyrir, að Nína væri sofnuð. Hún lá næstum þvl á grúfu og bærði ekki á sér. En það var þó ekki. Þegar ég var kominn upp í rúmið og hafði slökkt ljósið, heyrði ég ofurlitla stunu, síðan mjakaði hún sér yfir í handkrika minn. Hún hefur víst verið búin að gráta töluvert. Hún sagði svo sem ekki mikið: — Gunnar minn, elsku vinur minn, mér hefur liðið svo illa, — og svo áfram í þessum dúr. Kvenfólkið er meyrt, skaltu vita, eftir að maður hefur náð tökunum á því. Það var nú það. Já, ég var nærri búinn að gleyma að segja þér frá því, að þegar ég vaknaði um morguninn, lágu buxurnar pressaðar a stólnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.