Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 64

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 64
300 MÁTTUR MANNSANDANS eimreiðin því, sem grundvallast á sannprófuðum tilraunum, en þær til- raunir eru nú orðnar yfir þrettán hundruð að tölu. Tilraunir mínar verða ekki véfengdar með rökum, og þær munu standast allar árásir heittrúaðra efnishyggjumanna. Harðsvíruðustu af- neitarar komast ekki undan því að taka þær til greina. Mönnum er ekki ljóst, að sálfræðingar Vesturlanda eru skammt komnir í rannsóknum sínum. Sálarfræði þeirra líkist einna helzt einhverju klóri á yfirborði hlutanna, fæst aðallega við vitundarlifið og undirvitundina, en þekkingin á hinum miklu úthöfum alvitundarinnar er öll í molum. En vér getum ekki lengur sætt oss við þessi vísindi, nema að vér lokum um leið augunum fyrir þessum miklu úthöfum mannsandans og horf- um aðeins á yfirborðið. En þetta er einmitt það, sem gert hefur verið til þessa. Vestræn sálarfræði hefur virt að vettugi hin miklu djúp mannsandans og látið sér nægja að gefa þeim háleit, en harla óljós nöfn. Tilraunir sem þær, er ég hef verið að skýra frá, vekja í hug- um vorum þýðingarmeiri spurningar en vestræn sálarfræði hef- ur áður megnað að vekja. Vér höfum krafsað oss niður úr yfir- borðinu, höfum náð að gægjast undir flöt mannlegrar vitundar og vaknað til skilnings á því, að þar búi ramaukin öfl. Þetta hafa trúarbrögðin alltaf kennt. Um ókortlagðar úthafsstrendur ókunnra djúpa hefur hinn guðhræddi trúmaður reikað ölduni saman með óttablandinni lotningu gagnvart hinum mikla leynd- ardómi lífsins. Svo stórfenglegt er þetta verkefni, svo örlagarík lausn þess fyrir allt mannkyn, að oss ber að nálgast það með varúð og lotningu. Gagnvart því ber oss að hafa í huga boðorðið um að vera vitrir sem höggormar, en jafnframt einfaldir sem dúfur. Og þess vegna segi ég yður, að þér munduð ekki skilja allt það, sem áunnizt hefur við rannsóknir þær, sem fram hafa farið. Sumt af því, sem ég hef séð og heyrt, munduð þér alls ekki geta tekið trúanlegt, heldur brjóta um það heilann meira en hollt væri, og ef til vill yrði afleiðingin sú, að þér gæfust upp og færuð að efast um allt. Tími skilnings í þessum efniun er ekki enn kominn, þótt ekki sé hann langt undan, og það væri hámark heimskunnar að hætta á að opinbera of mikið, meðan svo er. Hugir þeirra mörgu mætu manna, sem nú titra á tak-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.