Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 50
286 HÚN AMMA MÍN eimreiðin því á legg og gefa fæðu. Þetta töldu þær ekki eftir sér, amma mín og mamma, og urðu þau æði mörg lömþin, sem upp komust undir þeirra móðurlegu vernd og umhyggju. Þegar svo fært var frá og lömbin rekin lengst inn á Austdal eða út í Sauðfell, urðu þessir heimalningar eftir og fengu að ganga í hlaðvarpann, þvert ofan í allar reglur, eins og þeir væru hafnir yfir lög og rétt. Og þarna lifðu þeir góðu lífi allt sumarið. Mér var illa við þokuna, eftir að ég fór að sitja yfir kví- ánum. Bæði gerði hún smalanum oft þann grikk að gleypa fyrir honum ærnar í sína svörtu hít, svo að úr varð löng og erfið leit að þeim, og svo umturnaðist öll náttúran í þok- unni, fannst manni. Allt útsýni hvarf og huldist henni. Hólar, steinar, holt og börð tóku á sig ferlegar myndir og urðu að risum og tröllskessum. Huldufólkið vii’tist ekki eins vin- veitt mönnunum og áður, og allt lífið fékk á sig annai’legan svip. En amma mín sagði, að ég mætti ekki hræðast þokuna, þvi að þar væri ekkert að hi’æðast. Og um fram allt mætti ég ekki segja neitt ljótt um þokuna, þó að hún yrði stundum æði svöi’t. Því þokan er kóngsdóttir í álögum, sagði fólkið, og ef um hana er illa talað og henni foi’mælt, losnar hún ekki úr álögunum. En með því að blessa þokuna, styttist álagatíminn, og ef til vill gæti þá svo farið einn fagran sumar- morgun eftir þokudimma nótt, að undir heiðum sumarhimni og sólvermdum lægi í glitrandi grasi ung og fögur kóngs- dóttir, þar sem áður var hrollköld og hrímblaut jörð. Eftir að amma var orðin ekkja og faðir minn var farinn að búa á meiri hluta jarðai'innar, hélt hún áfram búskap með sonum sínum, Friðriki og Jóni, en Jón er enn á lífi á níræðis aldri. Svo hélzt á meðan hún lifði. I rauninni vai’ samvinnan þó alger milli fólksins á báðum bæjunum og gætti þess lítt, að þar væri um tvíþýli að í’æða. Hver hjálpaði öðrum eftir því sem þörf krafði og á stóð. Amma var alltaf heilsuhraust, eða a. m. k. varð maður ekki annars var. Hún kunni ekki að kvarta og hlífði sér aldrei. Ég man ekki eftii’ að hún lægi rúmföst nema síðasta sumarið, sem hún lifði- Þá var hún oft þungt haldin, en vildi ekki að fólk væri að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.