Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Side 27

Eimreiðin - 01.10.1953, Side 27
EIMREIÐIN ÞAÐ ÞYRFTI AÐ PRESSA BUXURNAR 263 Veit ég vel, að ég stend undir vernd míns þjóðfélags, á meðan bví ekki þóknast að senda mig í stríð, og það lofar mér að hafa fiunar lífsreglur í friði, þangað til að hinum lögkænu kynni að iinnast þær vel til fallnar sem nýjar greinar refsilaganna, til að Seta sett framan við næstu útgáfu þeirra: „aukin og endurbætt“. pn þú skalt ekki halda samt sem áður, að þú getir smeygt þér 1 gegnum lífið þegjandi og hljóðalaust eftir þínum eigin kenni- Setningum, hversu vel sem þær eru á rökum reistar. '— Nei, það er ekki það versta. Sjáðu til. Ef þú hefur lagt t)f'r þínar eigin lífsreglur á þína visu og ég mér á mina og þær f^Ua álíka vel saman og svart og hvítt, þá berum við virðingu fyrir hvors annars lífsreglum eða þá forðumst hvorn annan. Hreinar línur. Nei, það er ekki það versta. En hugsaðu þér nú Nínu, konuna mína. Heldurðu að hún sé að fjargviðrast út af skoðunum mínum á lífinu eða kasta í mig hnútum fyrir sér- Vjzku eða einstrengingshátt? Ég ætti bágt með að hugsa mér hana sem siðapostula, með hendurnar á mjöðmunum, útblásna af vandlætingu, hreyta í mig: „Ég segi þér það hreint út, að þessar kenjar skulu aldrei verða innleiddar á mitt heimili, ef eg niá ráða.“ Sjáðu, þetta er stríð í dálítið úreltri merkingu þess 0rðs, á meðan menn ennþá létu hvorn annan vita, áður en þeir skutu hvorn annan. Með því móti getur maður komizt að hrein- Uln samningum. En Nína fylgist miklu betur með í tízkunni en svo. Hamingjan góða. Ég má hafa hinar hjákátlegustu skoðanir í friði fyrir henni. Eg held nú það. En ef ég geri eitthvað, sem snertir óþægilega hennar eigin persónu, þá breytist hún á næsta augnabliki í villt- Ustu Ijónynju. Og hugsaðu þér svo: Hvernig heldurðu, að þér gengi að halda við grundvallarreglum þínum, sem bara finnast 1 þínu eigin höfði? Þó aldrei nema þær geymi allt inntak lífs t’íns, eins og þér fannst það sannast og réttast á piparsveins- óögum þínum. Hún mundi slá öll vopn úr höndum þér með einu brosi, sem þú gætir þýtt með sjálfum þér eitthvað á þá leið, að henni hefði aldrei dottið neitt slíkt í hug og myndi aldrei geta Sett sig inn í slikan hugsanagang, en henni væri svo sem hjartan- ^ega sama, hvað þú brytir heilann um með sjálfum þér, á meðan þú gerðir ekki neitt, sem ýtti óþægilega við hennar þægilegu tilveru.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.