Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 78
GuSbjörg Jónsdóttir á Broddanesi: VIÐ SÓLARLAG. Reykjavík 1952 (Isafoldarprentsm.). Með þessari bók lauk ritstörfum Guðbjargar á Broddanesi. Hún var þá orðin blind fjrrir mörgum árum og las fyrir þær minningar sinar, sem hún vildi enn láta koma fyrir almenningssjónir. Þessi ættkona mín, sem nú er látin fyrir skömmu, hafði áður látið frá sér fara sögurnar „Her- borg á Heiði" og „Svalviðri", sem birtust í Kvennablaðinu, en komu út sérprentaðar 1951, á áttræðisafmæli höfundar. Þá hafði hún og áður rit- að „Minningar", sem varð síðar stofninn í aðalriti Guðbjargar: „Göml- um glæðum“, er aflaði henni þjóð- frægðar. I bókinni „Við sólarlag“ birtir Guðbjörg ýmislegt það af gömlum minningum, sem hún átti ósagt í „Gömlum glæðum“ og vildi halda til haga. Svo sem búast mátti við af áttræðri konu, sem tók ekki að fást við ritstörf fyrr en á efri árum sín- um, er þessi siðasta bók bæði að heildarsniði og efni síðri hinum fyrri. Bókin er samtíningur um menn og málefni og gamla þjóðhætti frá æsku- árum hennar, sem hún lét rita niður eftir minni í þeirri röð, sem minn- ingarnar komu fram i hug hennar. Þannig vildi Guðbjörg lika hafa það. Hinum ungu „skrifurum" hefði lítt tjóað að ætla sér að „redigera" gömlu konuna. Sjálf vissi hún fullvel, að hún hafði farið á mis við skólun menntunarinnar, og fann sjálf, að styrkur hennar lá í persónuleik henn- ar sjálfrar. Og persónuleiki hennar er sá þráður, sem heldur bókum hennar saman. I bókinni „Við sólar- lag“ rabbar húsmóðirin á Broddanesi við lesendur sina yfir kaffibollanum og segir skoðun sína á mönnum og málefnum, eins og svo oft áður, er gesti bar að garði. Einkenni hennar eru hin persónulega frásögn og um- burðarlyndi i dómum um alla, sem við sögu koma. Margt er þar fróðlegt að finna um fyrri tíma siði og hugsunarhátt. Lýsingar hennar á húsaskipun og heimilisbrag á æskuárum hennar eru enn sem fyrr lifandi og litauðugar. Aðalgildi bókarinnar liggur þó í þvl menningarviðhorfi, sem Guðbjörg a Broddanesi túlkar. Bókmenntafræð- ingar siðari tima munu sjálfsagt finna betri aldarfarslýsingar hjá öðrum rit- höfundum. En rit Guðbjargar eru sérstæð fyrir hina óþvinguðu frásögn. Þar kemur fulltrúi aldarinnar og al- þýðumenningar sinna tima til dyr- anna eins og hann er klæddur. Ver sjáum inn i hugskot hans, kynnumst áhugamálum hans og lífsviðhorfi- Mat hans á mönnum og málefnum er mótað af þeirri alþýðumenningu, sem á siðari tímum og fram á vora daga hefur ríkt í landinu, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.