Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 60
296 KALÍGÚLA OG MUSTERIÐ í JERÚSALEM eimreiðin Þessa ákvörðun hef ég tekið til heiðurs Agrippu, manni, er ég ber svo mikla virðingu fyrir, að ég vil ekki neita honum um neina bón, er hann ber fram við mig.“ Þetta ritaði hann Petróníusi. En áður en hann fékk þetta bréf, hafði hann sent bréf sitt til Kajusar, það er áður getur, þar sem hann skýrði frá því, að Gyðingar væru búnir í styrjöld, út af líkneskjunni og vildu heldur ófrið við Rómverja en þola það. En Kajus varð bálreiður, að nokkur skyldi dirfast að rísa gegn stjórn hans. Hann var þræll allra lasta ávallt og skeytti því engu, hvað var rétt og satt, og ef hann vildi láta reiði sína bitna á einhverjum fyrir einhverja orsök, þá lét hann engin ráð né áminn- ingar aftra sér, heldur naut þess í fullum mæli að skeyta skapi sínu. Hann ritaði því Petróníusi: „Þar eð ég sé, að þú metur vináttu og gjafir Gyðinga meira en skipanir mínar, og hefur dirfzt að gerast talsmaður þeirra, þá fel ég þér að vera þinn eigin dómari, og ákveða sjálfur hvað þú átt skilið fyrir að brjóta af þér náð mína. Þú skalt verða öllum þeim til viðvörunar, sem um ókomna tíma dirfast að ganga í berhögg við skipanir keisarans.“ IX. Þetta var það bréf, sem Kajus ritaði Petróníusi. En Petróníus fékk það ekki fyrr en eftir dauða Kajusar. Skipið, sem fór með bréf keisarans, tafðist, og önnur skip komu austur á undan því, og þau færðu fréttir að dauða Kajusar. Því að Guð gleymdi því ekki, að Petróníus lagði sig í hættu fyrir Gyðingana og eigin sæmd. En þegar hann hafði svipt Kajusi á brott í reiði sinni og vandlætingu yfir því að hann sóttist eftir að vera tignaður eins og guð, gerðu Rómverjar og allt ríkið samsæri með Petróníusi, en einkum þeir, er öldungaráðstign höfðu, að láta Kajus fá mak- leg málagjöld, því að hann hafði verið miskunnarlaus og harður við þá. En hann dó skömmu eftir að hann ritaði Petróníusi bréf það, er dæmdi hann til dauða. Og svo fór, að bréfið um dauða Kajusar kom fyrr, en nokkru síðar kom bréfið, þar sem Kajus bauð Petróníusi að stytta sér aldur með eigin hendi. Gladdist hann mjög, að þannig skyldi atvikast og dáði forsjón Guðs, er svo skjótt og tafarlaust gaf honum launin fyrir vernd musterisins og hjálp hans til að forða Gyðingunum frá bráðum voða. Og á þennan hátt komst Petróníus úr þeirri lífshættu, sem óvænt hafði yfir hann komið. Magnús Jónsson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.