Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.10.1953, Blaðsíða 20
256 VALTÍR Á GRÆNNI TREYJU eimreiðin hin mikla ætt frá Gunnlaugi presti Sölvasyni er þá um Fljótsdals- hérað. Bræður Valtýs aðrir eru Oddur, faðir Sigurðar smiðs a Ljósavatni, föður þeirra Rutar og Júditar, skáldanna nafnkunnu, samanber vísu þeirra: „Er nú dauður afi minn, Oddur sauða- þjófur“, og Jón, sem síðan bjó í Hólseli, faðir hinna einkennilegu og gáfuðu Fjallbræðra, sem líka voru kallaðir fjallaþjófar, og eru geysi kynsælir menn í landinu. Næst finnum við Valtý, bónda í Möðrudal, líklega frekar á Kjólsstöðum í Möðrudal, samanber eyðisögu Möðrudals á þessum tíma, árið 1723. Um það leyti kvænist hann Svanhildi, dóttur Guttorms bónda í Hjarðarhaga á Jökuldal, Sölvasonar, Gunnlaugssonar prests í Möðrudal, er áður gat. Hafa þau hjón þá verið þremenningar að frændsemi, en slíkar skyldleikagiftingar verða tíðast með íslendingum á þeim og eftirfarandi tíma. Svanhildur er fædd 1701, og eignast mörg systkini, sem flest búa í Héraði á þessum tíma, Jón, líklega 1 Hjarðarhaga, síðar á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði, Sólrúnu, konu Sveins Jónssonar á Torfastöðum í Hlíð, Jón, sonur þeirra, er bjó á Hákonarstöðum og Syðrivík, er fæddur 1748, Árni, er bjó i Hjarðarhaga, líklega yngstur af börnum Guttorms. Jón sonur hans deyr 1854, talinn 104 ára, en hefur verið 99 ára og þvl fæddur 1755. Árni býr enn í Hjarðarhaga 1762. Börn Sölva Gunn- laugssonar, önnur en Guttormur í Hjarðarhaga, voru: Eiríkur prestur í Þingmúla, Gunnlaugur á Fossvallaseli, Ingibjörg, kona í Geitdal, Ragnhildur, kona á Þorvaldsstöðum í Skriðdal og Guð- ný, kona í Snotrunesi í Borgarfirði. Börn þessara systkina eru víða um hérað 1754, en þó flest í Skriðdal. Kona Sölva Gunn- laugssonar, er bjó í Hjarðarhaga, var svo Helga, dóttir séra Sig- fúsar í Hofteigi, Tómassonar, hins kynsæla, og þarf nú ekki að benda á stærri frændagarð Valtýs í Garði í Héraði en er orðið, þó að meira megi. Þó er rétt að geta þess, að Sveinn sterki, Bjarnason, Sveinssonar, Sigfússonar prests í Hofteigi, býr á þess- um tíma á Gíslastöðum á Völlum, en það er næstnæsti bær við Eyjólfsstaði. Það er því efamál, að annar maður úr fjarlægri sveit hefði getað komið í Hérað, sem átti þar stærri frændagarð en Valtýr í Garði, þótt ekkert af þessu fólki væri mikils megnugt í auði og völdum. Og á þessum tíma og jafnvel öllum tímum beinast ferðir manna þangað, sem fyrir eru frændur og vinir, og af þessum frændagarði geti það orðið að líkum, að hann se á ferð uppi á Völlum til Skriðdals. Samkvæmt kirkjubók Sval- barðssóknar, sem einhver hulin hönd virðist hafa haldið hlífi' skildi yfir fram yfir flestar sams konar bækur frá þessum tíma,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.